Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.
Viðhald á og við Reykjanesbraut halda áfram.
Mánudaginn 19. maí er viðhald á og við Reykjanesbraut frá 6:00-19:00.
Stefnt á að fræsa hringtorg norðan Grindavíkurgatnamóta á Reykjanesbraut. Beygjurein frá Reykjanesbraut inn á Grindavíkurveg til vesturs verður lokað ásamt aðrein frá Grindavíkurvegi inn á Reykjanesbraut til vesturs. Hjáleiðir verða um mislæg gatnamót við Innri Njarðvík og Voga.
Stefnt á að fræsa vinstri akrein á Reykjanesbraut við Hvassahraun í austurátt. Kaflinn er um 400 m að lengd og verður þrengt í eina akrein á meðan framkvæmdum stendur.
Stefnt á að fræsa hægri akrein á Reykjanesbraut á milli Straumsvíkur og Hvassahrauns í austurátt. Kaflinn er um 1300m að lengd og þrengt verður í eina akrein framhjá vinnusvæði.
Þriðjudaginn 20. maí er stefnt á að malbika hægri akrein á Reykjanesbraut á milli Straumsvíkur og Hvassahrauns í austurátt. Kaflinn er um 1300m að lengd og þrengt verður í eina akrein framhjá vinnusvæði.
Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar.