Deiliskipulagsbreytingar í Reykjanesbæ

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar.

Deiliskipulagsbreyting Aðalgötu 60 - 62
Markmið deiliskipulags Aðalgötu 60-62 er að skilgreina lóðir fyrir verslun, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði, hótel og gististarfsemi í samræmi við skilmála Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015 –2030.

Deiliskipulagsbreyting Leirdalur 7-21
Byggingarreitur er lengdur um þrjá metra. Krafa um bílageymslu fellur út, í stað skal vera opin hjóla- og vagnageymsla. Ekki er gerð krafa um að húsin verði hönnuð af sama hönnuði og nr. 23-37, en skulu hafa álíkt yfirbragð.

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 25. október 2017 til 6. desember 2017. Tillögur eru einnig aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar,www.reykjanesbaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. desember 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.

Reykjanesbæ, 18. október 2017.
Skipulagsfulltrúi

Deiliskipulag Aðalgata 60 og 62

Deiliskipulag Leirdalur 7-21