Deiliskipulagsbreytingar

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur.

Deiliskipulagstillaga fyrir Hafnargötu 27

Markmið deiliskipulags er að heimilt verði að fjarlægja núverandi hús að Hafnargötu 27, að hluta eða í heild og reisa 5 hæða fjölbýlishús, auk bílageymslu á einni hæð austan við húsið. Í nýju húsi er gert ráð fyrir skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á jarðhæð og allt að 12 íbúðum á efri hæðum. Heildarhæð hússins skal ekki fara yfir 16,0 m. frá gólfi götuhæðar núverandi húss. Fjöldi íbúa á deiliskipulagssvæðinu er áætlaður 32 persónur sé miðað við 2,7 persónur á íbúð. Nýtingarhlutfall lóðar er 3,4.

Deiliskipulagstillaga fyrir reit Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Markmið deiliskipulags er að stækka byggingarreit fyrir nýbyggingu fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viðbyggingu þessari er ætlað að þjóna sem stækkun á aðstöðu fyrir nemendur og er stækkunin 400 m² byggingarreitur. Stærð svæðisins er um 1,5 ha. Fjöldi bílastæða skal vera að lágmarki 5 bílastæði á hverja skólastofu, auk bílastæða fyrir starfsfólk. Nýtingarhlutfall á svæðinu er 0,35 og við stækkun á viðbyggingu verður nýtingarhlutfall 0,36.

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 14. nóvember 2019 til 30. desember 2019. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. desember 2019.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12,  230 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is  þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram.

Reykjanesbær 13. nóvember 2019

Skipulagsfulltrúi

Fylgiskjöl

Deiliskipulagsbreyting - Hafnargata 27

Deiliskipulagsbreyting - Fjölbrautaskóli Suðurnesja