1130. fundur

06.07.2017 00:00

1130. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. júlí 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Magnea Guðmundsdóttir, Böðvar Jónsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður frá Logos var í símasambandi, gerðu þau grein fyrir stöðu málsins.

2. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 29. júní 2017 (2017020267)
Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri mætti á fundinn.
Tekið var sérstaklega fyrir 3. mál úr fundargerðinni.
Lögð var fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Reykjanesbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 27.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurfjármögnunar afborgana af lánum Reykjaneshafnar, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Reykjanesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kt. 140561-4879 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjanesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.“

Heimildin samþykkt 5-0.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.

3. Plastlaus september - beiðni um styrk (2017060416)
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 75.000 og eru þeir fjármunir teknir af 21-011.

4. Breyting á skipan fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði (2017060411)
Málinu frestað.

5. Vinátta í verki – styktarbeiðni vegna hamfaranna á Grænlandi (2017070014)
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 200.000 og eru þeir fjármunir teknir af 21-011.

6. Fundargerð stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 5. maí 2017 (2016050195)
Lögð fram.

7. Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja (2017020236)
Lagðar fram.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Gistivers ehf um breytingu á leyfi til að reka gististað í flokki IV að Bakkavegi 17 (2017060141)
Bæjarráð samþykkir erindið.

9. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.