1205. fundur

07.02.2019 00:00

1205. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. febrúar 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Rekstrarleyfi vegna gististaða í flokki II - beiðni um endurskoðun á afstöðu (2019010404)
Bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun sína frá 1122. fundi bæjarráðs frá 4. maí 2017 að heimila ekki gististaði í flokki II á svæðum sem eru skipulögð sem íbúðabyggð. Þá er erindi það sem liggur fyrir sent röngu stjórnvaldi því það er sýslumaður sem gefur út rekstraleyfi fyrir gististaði í flokki II.

2. Hjallastefnan - uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs (2019020028)
Bæjarráð samþykkir að greiða framlag Hjallastefnunnar ehf. í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð til Brúar lífeyrissjóðs skv. uppgjörsblaði vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs, að fjárhæð kr. 7.453.477, í samræmi við það sem áður hefur verið gert fyrir sambærilegar stofnanir.

3. Sala á Seylubraut 1 (2016100049)
Málinu frestað. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með það.

4. Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins (2019020017)
Lagt fram.

5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. janúar 2019 (2019010517)
Lagt fram.

6. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 30. janúar 2019 (2019020030)
Lagt fram.

7. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis 2019 (2019020009)

a. Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0305.html. Lagt fram.
b. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0358.html. Lagt fram.
c. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.
https://www.althingi.is/altext/149/s/0434.html

Samkvæmt lögræðislögum verða einstaklingar sjálfráða og fjárráða við 18 ára aldur og þar með lögráða. Verði frumvarpið óbreytt að lögum munu 16 ára einstaklingar verða kjörgengir í sveitarstjórnarkosningum þótt þeir séu ekki fjárráða.

Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið að kjörgengi ætti fremur að fylgja lögræðisaldri, m.a. vegna þess að fulltrúar í sveitarstjórnum taka ákvarðanir sem varða fjárhag sveitarfélaga og ekki eðlilegt að ófjárráða einstaklingar komi að slíkum ákvörðunum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. febrúar 2019.