295. fundur

28.10.2016 00:00

295. fundur fræðsluráðs var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. október.2016 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Árni Sigfússon, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra,  Eðvarð Þór Eðvarðsson fulltrúi skólastjóra, Guðmundur Ingvar Jóhannsson fulltrúi kennara, Íris Halldórsdóttir fulltrúi kennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Íris Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Íslenska sem annað tungumál (2016100258)
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir kennsluráðgjafi á fræðslusviði kynnti málið. Hún lagði fram upplýsingar um fjölda erlendra nemenda í grunn- og leikskólum Reykjanesbæjar og stöðu þess málaflokks í skólum bæjarfélagsins.
Góður rómur var gerður að kynningunni og fundarmenn þökkuðu Halldóru Fríðu fyrir mjög fróðlegar upplýsingar.

2. Fjárhagsáætlun 2017 (2016080314)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2017.

3. Heilsueflandi samfélag (2016080317)
Helgi Arnarson kynnti stöðu verkefnisins Heilsueflandi samfélag.
Verkefnið er farið vel af stað og stýrihópur er í mótun. Óskað er eftir kynningu á stöðu verkefnisins eftir áramót.

4. Starfsáætlanir og skólanámskrár (2016100264)
Helgi Arnarson kynnti skólanámsskrár og starfsáætlanir grunnskólanna.
Fræðsluráð staðfestir skólanámsskrár og starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar.

5. Breytingar á skóladagatölum 2016-2017 (2016100186) 
Fræðsluráð samþykkir breytingar á skóladagatölum Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla.

6. Kynning á FFGÍR (2016100273)
Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólanemenda í fræðsluráði kynnti starf FFGÍR.
Fræðsluráð þakkar FFGÍR fyrir mjög góða vinnu.

7. Pisa 2018 (2016100275)
Fræðsluráð samþykkir að þetta mál verði tekið fyrir í fræðsluráði þegar íslenska skýrslan úr Pisa 2015 liggur fyrir.

8. Ofbeldi gegn börnum - leiðbeinandi reglur fyrir skóla (2016100277)
Anna Sigríður Jóhannesdóttir gerði grein fyrir málinu og lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Ég legg til að leiðbeinandi reglur um hvernig bregðast á við ofbeldi barna verði unnar fyrir okkar skóla. Reglurnar verði unnar í sameiningu með tengiliðum frá skólaþjónustu, barnavernd og skólastjórnendum leik- og grunnskóla. Nauðsynlegt er að hafa þessar reglur á heimasíðum allra skóla þar sem foreldrar, nemendur og starfsfólk hefur aðgang að þessum upplýsingum.“
Fræðsluráð samþykkir tillöguna og farið verður í þessa  vinnu.

9. Önnur mál (2016010248)
Engin mál komu fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2016.