301. fundur

21.04.2017 00:00

301. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Akurskóla þann 21.4.2017 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Árni Sigfússon, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Eðvarð Þór Eðvarðsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Kynning á Akurskóla (2017040175)
Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri sagði frá starfinu í Akurskóla og sagði það ganga mjög vel. 490 nemendur eru í skólanum í dag og fer fjölgandi. Hún kynnti m.a. helstu áherslur skólans og niðurstöður úr ytra mati Menntamálastofnunnar en skólinn var að koma vel út úr matinu. Fræðsluráð þakkar Sigurbjörgu fyrir mjög fróðlega kynningu og óskar skólanum til hamingju með góðar niðurstöður á ytra mati.

2. Námsgögn fyrir grunnskólanemendur (2017030478)
Fræðsluráð leggur til að Reykjanesbær veiti öllum grunnskólabörnum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg námsgögn frá og með næsta hausti. Gjaldfrjáls námsgögn styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunun barna og styður það að öll börn njóti jafnræðis í námi.

3. Ytra mat - Akurskóli (2017040168)
Menntamálastofnun hefur skilað skýrslu sem stofnunin vann og snýr að ytra mat á starfsemi Akurskóla. Helgi sviðsstjóri fór yfir nokkur atriði skýrslunnar. Í ytra mati felst að matsaðilar Menntamálastofnunar leggja mat á starfsemi Akurskóla með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja á lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það gert með skoðun á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við börn/nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Fræðsluráð þakkar fyrir kynningu á niðurstöðum ytra mats Akurskóla og lýsir yfir ánægju með útkomuna en skólinn kom mjög vel út úr þessu mati.

4. Samtal við grunnskólakennara vegna bókunar 1 (2017040169)
Helgi sviðsstjóri kynnti þá vinnu sem hefur farið fram og næstu skref. Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem hefur farið fram í samstarfi við kennara.

5. Skyndihjálp í grunnskólum Reykjanesbæjar - erindi frá FFGÍR (2017040176)
Fræðsluráð fagnar því að FFGÍR veki athygli á mikilvægi kennslu í skyndihjálp í grunnskólum. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að kanna hver staðan er í dag í kennslu í skyndihjálp í grunnskólum bæjarins og kynna það fyrir fræðsluráði þegar það liggur fyrir.

6. Önnur mál (2017010198)
FFGÍR tekur þátt í Listahátíð barna í maí með því að bjóða gestum og gangandi í vöfflur í Fjölskyldusetrinu laugardaginn 6.maí.
FFGÍR býður foreldrum og börnum í jóga í Skrúðgarðinum í Keflavík í maí.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. maí 2017.