302. fundur

12.05.2017 00:00

302. fundur fræðsluráðs var haldinn á leikskólanum Garðaseli þann 12.5.2017 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Eðvarð Þór Eðvarðsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ingvi Þór Geirsson fulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Íris Dröfn Halldórsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs.
Gestur fundarins: Kristín Helgadóttir leikskólastjóri á Holti

1. Kynning á leikskólanum Garðaseli (201050083)
Ingibjörg Guðjónsdóttir leikskólastjóri sagði frá leikskólanum Garðaseli. Hún kynnti helstu áherslur skólans. Fræðsluráð þakkar Ingibjörgu fyrir fróðlega kynningu.

2. Ytra mat - Garðasel (2017050077)
Menntamálastofnun hefur skilað skýrslu sem snýr að ytra mati á leikskólanum Garðaseli. Í janúar 2017 gerðu starfsmenn Menntamálastofnunnar úttekt á starfsemi leikskólans en þar er lagt mat á fjölmarga þætti sem snúa að starfsemi skólans. Skólinn fær mjög góða umsögn um þætti sem snúa að stjórnun, uppeldis- og menntastarfi, skólabrag og foreldrasamstarfi. Helstu tækifæri til úrbóta lúta að skráðum verkferlum og innra mati á starfinu. Fræðsluráð Reykjanesbæjar óskar leikskólanum til hamingju með niðurstöðurnar.

3. Kynning á Erasmus verkefni á leikskólanum Holti (2017050084)
Kristín Helgadóttir leikskólastjóri á Holti kynnti Erasmus verkefni sem skólinn tekur þátt í. Fræðsluráð þakkar Kristínu fyrir kynningu á sérlega áhugaverðu verkefni.

4. Kynning á stöðu leikskólamála í Reykjanesbæ (2017050085)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir ýmsar upplýsingar sem lúta að leikskólum bæjarins. Fræðsluráð þakkar fyrir.

5. Snemmtæk íhlutun - mál og læsi, þróunarverkefni í leikskólum (2017050086)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi sagði frá þróunarverkefni sem unnið er að í leikskólunum Garðaseli, Gimli, Heiðarseli, Tjarnarseli og Háaleiti og ber heitið Snemmtæk íhlutun –mál og læsi.

6. Hvatningarverðlaun (2017050081)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti rafrænt form við tilnefningar til hvatningarverðlauna. Tilnefningar eiga að berast fyrir 25. maí og verðlaunin verða afhent 1. júní 2017. Aðal- og varamenn í fræðsluráði kjósa um tilnefningarnar og verður sérstök athygli vakin á þremur hlutskörpustu verkefnunum.

7. Mælaborð fræðslusviðs (2017020326)
Helgi Arnarson sviðsstjóri kynnti Mælaborð fyrir janúar, febrúar og mars 2017.

8. Önnur mál (2017010198)
Fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla fagnar því að námsgögn verði afhent nemendum grunnskólans endurgjaldslaust frá og með næsta hausti.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2017.