308. fundur

12.01.2018 00:00

308. fundur fræðsluráðs var haldinn að Skólavegi 1 þann 12. janúar.2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi skólastjóra leikskóla, Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Jóhanna Helgadóttir fulltrúi FFGÍR, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Starfsáætlun fræðslusviðs 2018 (2018010157)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti starfsáætlun sviðsins fyrir árið 2018.

2. Mælaborð fræðslusviðs (2017020326)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti mælaborð fyrir september til nóvember 2018.

3. Heilsufarsskoðanir starfsmanna skóla (2018010158)
Erindi frá Önnu Sigríði Jóhannesdóttur um að hugað verði betur að heilsu starfsfólks leik- og grunnskóla Reykjanesbæjar.
Fræðsluráð tekur undir erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

4. Fyrirhugaðar breytingar hjá stjórnendum í grunnskólum Reykjanesbæjar (2018010161)
Sviðsstjóri fræðslusviðs sagði frá breytingum sem framundan eru varðandi stöður stjórnenda í grunnskólum Reykjanesbæjar en skólastjóri Holtaskóla hefur sagt upp störfum og tveir aðrir skólastjórar munu fara í námsleyfi næsta haust.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. janúar 2018.