311. fundur

13.04.2018 00:00

311. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 13. apríl 2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.
Haraldur Axel Einarsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi skólastjóra leikskóla, Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Málefni Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (2018030169)
Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mætti á fundinn og fór yfir málefni skólans.
Hann sagði frá því helsta í skólastarfinu á vorönninni. M.a. var ráðstefna EPTA haldin í Reykjanesbæ 13. – 14. janúar og tókst hún mjög vel. Tónlistarskólinn tekur þátt í norrænu samstarfsverkefni og fór léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í góða ferð til Kristiansand af því tilefni. Haraldur sagði frá styrktarverkefni tónlistarskólans til styrktar langveikum börnum. Að venju eru haldnir ótal margir tónleikar á vegum skólans, m.a. voru sameiginlegir tónleikar forskóladeilda úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar haldnir í Stapa þar sem hátt í 300 nemendur tóku þátt. Tónlistarskólinn tekur einnig þátt í barnahátíð í lok apríl.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar verður 20 ára þann 1. september 2019 og er ýmislegt á prjónunum í tilefni af því.
Skóladagatal 2018-2019 lagt fram og fór Haraldur yfir helstu atriði þess.
Fræðsluráð staðfestir skóladagatal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 2018-2019. Ráðið þakkar Haraldi fyrir góða kynningu.

2. Ársskýrsla sviðsstjóra fræðslusviðs (2018040140)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti ársskýrslu 2017.

3. Verklagsreglur vegna undirmönnunar í leikskólum Reykjanesbæjar (2018040111)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti drög að verklagsreglum vegna undirmönnunar í leikskólum Reykjanesbæjar.
Fræðsluráð samþykkir verklagsreglurnar.

4. Starfsumhverfi og starfsaðstæður í leikskólum Reykjanesbæjar (2018040112)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti niðurstöður starfshóps sem skipaður var leikskólastjórum, deildarstjórum og leikskólakennurum ásamt leikskólafulltrúa um starfsumhverfi og starfsaðstæður í leikskólum Reykjanesbæjar.
Fræðsluráð tekur undir niðurstöður starfshópsins. Ráðið samþykkir að fjölga skipulagsdögum í leikskólum um einn frá og með næsta skólaári. Fræðslusviði er falið að útfæra 2. og 3. lið í niðurstöðum starfshópsins nánar og leggja 3. lið fyrir fræðsluráð. Ráðið leggur til að 2. liður verði tekinn inn í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar.

5. Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn - hlutverk, leiðarljós, markmið og viðmið (2018040113)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti tillögur starfshóps á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands, Heimili og skóla, Félag fagfólks í frítímaþjónustu og Umboðsmann barna um skilgreiningu á hlutverki, leiðarljósum, markmiðum og viðmiðum fyrir starf frístundaheimila fyrir 6 - 9 ára börn.

6. Spjaldtölvunotkun í grunnskólastarfi (2018040141)
Lagt fram erindi frá Önnu Sigríði Jóhannesdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um spjaldtölvunotkun í grunnskólastarfi.
Fræðslusviði er falið að vinna málið áfram.

7. Geðvandi og einkenni (2018040142)
Málinu er frestað til næsta fundar.

Fræðsluráð samþykkir að taka fyrir eftirfarandi mál:

8. Ráðning skólastjóra Holtaskóla (2018010161)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs greindi frá ráðningu nýs skólastjóra í Holtaskóla, en Helga Hildur Snorradóttir hefur verið ráðin í starfið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. apríl 2018.