316. fundur

05.10.2018 00:00

316. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 5. október 2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Díana Hilmarsdóttir, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Gróa Axelsdóttir, fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson, fulltrúi grunnskólakennara, Jurgita Milleriene, fulltrúi grunnskólakennara, Þórdís Elín Kristinsdóttir, fulltrúi FFGÍR.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Kynning á starfsemi skólaþjónustunnar (2018100029)
Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur mætti á fundinn og kynnti starfsemi skólaþjónustu fræðslusviðs.

Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara lagði fram eftirfarandi bókun:

Kennarar eru undrandi á löngum biðtíma eftir greiningum sálfræðinga. Það er ljóst að 10 - 12 mánuðir er of langur tími og hvetjum við bæjaryfirvöld til að auka stöðugildi til að stytta biðtíma.

2. Börn sem þurfa sérhæfða þjónustu í daglegu skólastarfi (2018100031)
Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu mætti á fundinn og kynnti þjónustu og úrræði fyrir börn sem þurfa sérhæfða þjónustu í daglegu skólastarfi.

3. Breyting á skóladagatali Akurskóla (2018020258)
Fræðsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali Akurskóla.

4. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 19. september 2018 (2018020064)
Fundargerðin lögð fram.

5. Fjárhagsáætlun 2019 (2018090055)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2019.

Fræðsluráð styður forgangsröðun sviðsstjóra. Ráðið leggur áherslu á stækkun Asparinnar og þjónustu við börn með sértækar þarfir.

6. Stapaskóli (2016110190)
Málinu frestað til næsta fundar.

7. Önnur mál (2018010213)
Fræðsluráð óskar kennurum til hamingju með Alþjóðadag kennara sem er í dag.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. október 2018.