321. fundur

01.03.2019 00:00

321. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 1. mars 2019 kl. 08:15.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Jurgita Milleriene fulltrúi grunnskólakennara, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Erindisbréf starfshóps um þróun leikskólastarfs (2019020411)

Lagt fram, fræðsluráð lýsir yfir ánægju með erindisbréfið og samþykkir.

Fulltrúar fræðsluráðs í starfshópnum verða Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Íris Ósk Kristjánsdóttir.

2. Breyting á skóladagatali Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 2018 - 2019 (2018030169)

Fræðsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali Tónlistarskólans.

3. Kirkjuheimsóknir skólabarna (2019020412)

Málinu frestað til næsta fundar fræðsluráðs.

4. Skóladagatöl grunnskólanna í Reykjanesbæ 2019 - 2020 (2019020410)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram skóladagatöl allra grunnskóla. Fræðsluráð staðfestir skóladagatölin.

5. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna (2019020413)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti samvinnuverkefni fræðslu- og velferðarsviðs Reykjanesbæjar í snemmtækri íhlutun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu.

6. Mælaborð sviðsstjóra fræðslusviðs 2018 (2018050014)

Helgi Arnarson lagði fram mælaborð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. mars 2019.