323. fundur

03.05.2019 00:00

323. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 3. maí 2019 kl. 08:15.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Sigurbjörg Róbertsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Jurgita Milleriene fulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Erla Hafsteinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Stapaskóli - annar áfangi (2016110190)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, mætti á fundinn og kynnti frumdrög að hönnun áfanga II við Stapaskóla.

2. Ytra mat Háaleitisskóla (2019040045)

Jóhanna Sævarsdóttir, starfandi skólastjóri Háaleitisskóla, mætti á fundinn og kynnti skýrslu um ytra mat sem unnið var á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjanesbæ.

Fræðsluráð óskar Háaleitisskóla til hamingju með góða niðurstöðu úr matinu.

3. Skólaforðun (2019040322)

Málþing um skólasókn og skólaforðun verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík þann 20. maí 2019 á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna.

4. Ný fög í grunnskólum (2019040350)

Í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 2018 – 2022 segir í kafla um fræðslu- og uppeldismál:

„Ráðist verði í tilraunaverkefni er snúa að nýjum fögum í grunnskólum bæjarins s.s. fjármála- og heilsulæsi, forritun, jafnréttisfræðslu og fleira.“
Fram fór umræða um hvaða leiðir er hægt að fara til þess að uppfylla þetta markmið meirihlutans.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2019.