5. fundur

15.01.2020 15:00

5. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. janúar 2020 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Ríkharður Ibsen, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Rafræn stjórnsýsla (2019110248)

Framtíðarnefnd leggur til að gengið verði til samstarfs við önnur sveitarfélög undir forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga um þróunarvinnu á appi sem heldur utan um þjónustu og tilkynningar við íbúa.

Leggur nefndin til að verkefninu verði gefinn reynslutími í eitt ár til að byrja með. Markmiðið er að hægt verði að senda út ýmsar tilkynningar s.s. um ruslahirðu, lokanir skóla og annarra stofnana vegna veðurs, lokana vega og veitufyrirtæki geti sent tilkynningar um lokanir eða bilanir. Boðið verði upp á ábendingagátt, notandi geti keypt sund-, strætó- og bókasafnskort og hægt verði að fylgjast með loftgæðum af mælum í sveitarfélaginu. Þá verði einnig hægt að panta ferlibíl í ferðaþjónustu og gera stuttar kannanir hjá íbúum.

Fylgigögn:

Samstarf sveitarfélaga um þróun og eflingu rafrænnar þjónustu

2. Íbúalýðræði (2019100329)

Framtíðarnefnd hefur hug á að auka íbúalýðræði og framfylgja með því nýrri stefnu Reykjanesbæjar sem leggur áherslu á framsækni, aukna skilvirkni í þjónustu og virka þátttöku íbúa. Leggur nefndin til að gengið verði til samninga við Íbúa SES sem er sjálfseignarstofnun sem rekur vefinn ibuar.is og hefur það að markmiði að valdefla íbúa sveitarfélaga, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, til að mynda með því að tengja saman fólk til rökræðu og forgangsröðun hugmynda með það að markmiði að bæta nærumhverfi sitt og samfélagið.

3. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (2019051904)

Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, skýrði frá verkefnum og vinnu Heimsmarkmiðahóps Reykjanesbæjar sem skipaður er átta starfsmönnum sveitarfélagsins.

Framtíðarnefnd hvetur til þess að farið verði í samræmt átak til þess að kynna heimsmarkmiðin hjá Reykjanesbæ og hvetja íbúa til þess að leggja sitt af mörkum. Nefndin skorar á skólastjórnendur að taka tillit til heimsmarkmiðanna í gerð starfsáætlana sinna fyrir næsta starfsár.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2020.