1. fundur

25.09.2019 15:00

1. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. september 2019 kl. 15:00

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Ríkharður Ibsen, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Skipting embætta (2019090553)

Formaður var kjörin Kolbrún Jóna Pétursdóttir, varaformaður var kjörin Súsanna Björg Fróðadóttir, ritari var kjörinn Styrmir Gauti Fjeldsted.
Voru þau réttkjörin.

2. Erindisbréf framtíðarnefndar (2019090556)

Drög að erindisbréfi framtíðarnefndar lagt fram.

3. Verkefni og starfssvið framtíðarnefndar (2019090557)

Farið var yfir helstu verkefni nefndarinnar og hugmyndir að verkefnum reifaðar. 

4. Fundartími framtíðarnefndar (2019090558)

Lagt er til að fundartími nefndarinnar verði þriðja miðvikudag í mánuði. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2019.