4. fundur

04.12.2019 08:30

4. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Gömlu búð 4. desember 2019, kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Erindisbréf (2019090453)

Drög að erindisbréfi lagt fram. Menningar – og atvinnuráð samþykkir drögin með framkomnum athugasemdum og vísar til afgreiðslu forsetanefndar.

2. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2019 (2019090461)

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, hlaut að þessu sinni Valgerður Guðmundsdóttir fyrrum menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Hún hlýtur verðlaunin fyrir framlag sitt til eflingar og uppbyggingar menningarlífs í Reykjanesbæ.

3. Jóladagskrá Reykjanesbæjar (2019120020)

Jóladagskrá Reykjanesbæjar kynnt. Ráðið lýsir ánægju með metnaðarfulla jóladagskrá stofnana Reykjanesbæjar og hvetur íbúa til þátttöku enda allt ókeypis. Nánari dagskrá má sjá á viðburðadagatali Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Jóladagskrá 2019
Viðburðir í bókasafni

4. Önnur mál (2019090452)

Menningar- og atvinnuráð vill óska Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og óperuhópnum Norðurópi til hamingju með uppfærslu sína á Fiðlaranum á þakinu sem frumsýnd var 15. nóvember sl.
Menningar- og atvinnuráð vill óska Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með uppfærslu sína á farsanum Fló á skinni.
Menningar- og atvinnuráð vill vekja athygli á nýjum sýningum í Listasafni Reykjanesbæjar og tónleikaviðburðum í desembermánuði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2019