22.08.2019 14:00

1. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 22. ágúst 2019 kl. 14:00

Viðstaddir: Díana Hilmarsdóttir, Rúnar V. Arnarson og Þórdís Elín Kristinsdóttir, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Loftur Hlöðver Jónsson, fulltrúar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Margrét Blöndal, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs.

1. Skipan í embætti (2019090590)

Formaður var kjörin Þórdís Elín Kristinsdóttir, varaformaður var kjörinn Eyjólfur Eysteinsson og ritari var kjörin Díana Hilmarsdóttir. Voru þau réttkjörin.

2. Fundartími öldungaráðs (2019090591)

Öldungaráð mun funda 4 – 5 sinnum á ári. Fundað verður á fimmtudögum kl. 14 að Nesvöllum.

3. Hlutverk öldungaráðs (2019090593)

Öldungaráðið er formlegur samráðsvettvangur um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála í sveitarfélaginu sbr. 38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Öldungaráð mun ekki fjalla um málefni einstaklinga heldur almennt um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála.

4. Þjónusta við eldri borgara (2019090594)

Farið var yfir þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu, s.s. heilsueflingu, húsnæðismál, félagslega heimaþjónustu, heimahjúkrun, fræðslu og fleira.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.