160. fundur

11.12.2014 09:35

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson varamaður, Hrafn Ásgeirsson varamaður og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerðina.

1. Atvinnumál

1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík.  Vinna Thorsil ehf. að undirbúningsframkvæmdum við umhverfismat og hönnun kísilverksmiðjunnar er á fullri ferð.  Einnig vinna við vatnsútflutning og kísilver United Silicon ehf.

1.2. Atvinnumálakönnun MMR í október 2014 (2013110265)
Framkvæmdastjóri lagði fram þriðju atvinnumálakönnun í Reykjanesbæ sem gerð var í október 2014, en þær fyrri voru gerðar í febrúar og október  2013.

1.3. Frétt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 5.12. 2014 um frumvarp til að fjármagna  (2014090399)
Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar fagnar áform ríkisstjórnarinnar að leggja fram frumvarp til fjármögnunar innviða í Helguvík.

2. Málefni Reykjaneshafnar

2.1. Breyting á deiliskipulagi Helguvíkur vegna lóðar Thorsil ehf. (2014090399)
Framkvæmdastjóri fór yfir breytingu á deiliskipulaginu í Helguvík, sem felast m.a. í því að sameina níu lóðir í eina við Berghólabraut fyrir kísilver Thorsil ehf.  Atvinnu- og hafnaráð felur framkvæmdastjóra að áframsenda breytinguna til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, sem afgreiðir skipulagsbreytinguna og sendir til Skipulagsstofnunar.

2.2. Gjaldskrá Reykjaneshafnar fyrir árið 2015. (2014110177)
Framkvæmdastjóri lagði fram ný drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar fyrir árið 2015, þar sem sorphirðugjöld eru lagfærð vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs, skólps og mengandi efna og farmleifa frá skipum.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkti  hækkun á gjaldskrá Reykjaneshafnar frá 1.1. 2015.  Einar vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

2.3. Fjárhagsáætlun 2015 fyrir Reykjaneshöfn. (2013080213)
Framkvæmdastjóri lagði fram og útskýrði fjárhagsáætlun ársins 2015 fyrir Reykjaneshöfn.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkir fjárhagsáætlun ársins 2015.

2.4. Erindi frá Thorsil ehf. um Viðauka 1 og 2 við lóðar- og hafnarsamning. (2014120175)
Framkvæmdastjóri lagði fram viðauka 1 og 2 við lóðar- og hafnarsamning Thorsil ehf.  Viðauki 1 tekur á lóðarleigunni, sem mun gilda í 10 ár og síðar samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Viðauki 2 er breyting á grein 3.1., þar sem gjalddagi 30% gatnagerðargjalda færist til 28.5. 2015.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkir viðaukana og felur framkvæmdastjóra að undirrita þá.

3. Önnur mál

3.1. Formaður ræddi við samtökin Betri bæ. (2014010256)
Formaður skýrði frá viðræðum sínum við forráðamann samtakanna Betri bæjar, og var ákveðið að þeim yrði boðið á næsta fund Atvinnu- og hafnaráðs í janúar n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.