165. fundur

28.05.2015 09:18

165. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 27. maí 2015 að Víkurbraut 11, kl: 17:15

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður ritar fundargerðina, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Vilborg Jónsdóttir varamaður, í forföllum Hjartar M. Guðbjartssonar og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri.

1. Atvinnumál

1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík.

1.2. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í apríl 2015. (2013060176)
Framkvæmdastjóri lagði fram ítarlegar tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í apríl 2015.  385 manns í Reykjanesbæ eru á atvinnuleysisskrá í apríl 2015 og 551 manns á Suðurnesjum.  Það er fækkun um 140 manns í Reykjanesbæ frá sama mánuði í fyrra.

2. Málefni Reykjaneshafnar

2.1. Samkomulag um skilmála fyrir lóðarleigusamning við G2 Brenna Holdings Ltd. (2015040270)
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að samkomulagi um skilmála fyrir lóðarleigusamning við G2 Brenna Holdings Ltd.  á lóðinni að Berghólabraut 3 í Helguvík.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkir að fela hafnarstjóra að undirrita samkomulagið.

2.2. Samantekt hafnarstjóra um Helguvík dags. 25.5.2015. (2015050324)
Framkvæmdastjóri skýrði frá fundum sínum, bæjarstjóra og verðandi hafnarstjóra með fulltrúum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Innanríkisráðuneytisins síðustu vikur.  Rætt var um ósk Reykjaneshafnar um ríkisstyrki með aðkomu ríkisins til uppbyggingar innviða á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.

2.3. Prókúra Reykjaneshafnar (2014090399)
Atvinnu- og hafnaráð samþykkir að veita eftirtöldum starfsmönnum Reykjanesbæjar prókúru að bankareikningum Reykjaneshafnar:
Þórey I. Guðmundsdóttir fjármálastjóri,
Sólveig Einarsdóttir, innheimtustjóri,
Guðbjörg F. Guðmundsdóttir, innheimtufulltrúi.

2.4. Skipun regluvarðar Reykjaneshafnar hjá Fjármálaeftirlitinu. (2014090399)
Atvinnu- og hafnaráð samþykkti að skipa Halldór Karl Hermannsson, kennitala ekki birt, regluvörð Reykjaneshafnar hjá Fjármálaeftirlitinu frá 1. júní 2015.

2.5. Samkomulag um hafnar- og öryggissvæðið í Helguvík dags. 27.5. 2015. (2015050351)
Framkvæmdastjóri skýrði frá samkomulagi milli Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Landhelgisgæslu Íslands, Utanríkisráðuneytisins og Reykjaneshafnar f.h. Reykjanesbæjar um breytingar á samningi dags. 19.12. 2008 milli Reykjaneshafnar og Varnarmálastofnunar Íslands vegna hafnarmannvirkis NATO í Helguvík.  Öryggissvæðið í Helguvík innan marka Reykjanesbæjar er minnkað á hafnarsvæðinu niður í 20.914 m2.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkir samkomulagið.

3. Önnur mál

3.1. Þakkir til fráfarandi hafnarstjóra (2015010547)
Ráðið vill þakka Pétri Jóhannssyni fráfarandi hafnarstjóra fyrir 40 ára óeigingjarnt starf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.