226. fundur

14.02.2019 00:00

226. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 2019 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2019010202)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.

2. Ársreikningur 2018. (2019010201)

Hafnarstjóri fór yfir stöðuna er varðar vinnu í ársreikning Reykjaneshafnar fyrir árið 2018.

3. Hafnarsamband Íslands. (2019010204)

Fundargerð 409. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 18. janúar 2019.

Lögð fram til kynningar.

4. Síldarvinnslan. (2019020156)

Fréttatilkynning frá Síldarvinnslunni dags. 07.02.19 þar sem fram kemur að Síldarvinnslan muni hætt starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins við Helguvíkurhöfn á komandi vormánuðum. Lögð var fram eftirfarandi bókun: „Stjórn Reykjaneshafnar skilur ákvörðun Síldarvinnslunnar hf. um að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík enda hafa rekstrarforsendur verksmiðjunnar verið mjög veikar undanfarin ár. Fiskimjölsverksmiðjan hefur verið rekin í Helguvík í rúm 20 ár í góðu samstarfi milli aðila og er eftirsjá í þeim viðskiptum. Er það von stjórnarinnar að sú aðstaða sem losnar í Helguvík við þessa ákvörðun skapi þar með tækifæri fyrir aðila sem vilja hefja rekstur sem tengist hafnaraðstöðu.“

Samþykkt samhljóða.

5. Umhverfisstofnun. (2019020157)

Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 18.01.19, þar sem staðfest er innsend áætlun Reykjaneshafnar um móttöku úrgangs og farmleifa.

Lagt fram til kynningar.

6. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2019010196)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

7. Önnur mál. (2019010197)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. febrúar 2019.