247. fundur

10.12.2020 17:00

Fundargerð 247. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 17:00. Fundurinn er Teams fjarfundur.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2021 (2020120142)

Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2021. Breytingar frá núverandi gjaldskrá byggjast á þróun á einstökum vísitölum og kostnaðarhækkunum. Lagt er til að fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2021 verði samþykkt og taki hún gildi 01.01.2021. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2021

2. Starfsáætlun Reykjaneshafnar 2021 (2020120141)

Hafnarstjóri kynnti drög að starfsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2021. Lagt er til að fyrirliggjandi drög að starfsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2021 verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Starfsáætlun 2021

3. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar 2021 (2020080143)

Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2021 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum. Lagt er til að fjárhagsáætlun ársins 2021 ásamt áætlun vegna áranna 2022-2024 verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

4. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2020 (2020120143)

Ráðningarbréf við Grant Thornton endurskoðun ehf. vegna endurskoðunar á reikningum Reykjaneshafnar rekstrarárið 2020. Lagt er til að ráðningarbréfið verði samþykkt og hafnarstjóra falið að undirrita það. Samþykkt samhljóða.

5. Fiskistofa (2020120144)

Bréf Fiskistofu dags. 20.11.20 þar sem tilkynnt er um hlut Reykjaneshafnar í sérstöku strandveiðigjaldi til hafna sem innheimt var standveiðitímabilið 01.05.20 til 31.08.20. Eftirfarandi var lagt fram. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar viðkomandi tekjustofni sem í mörgum tilfellum styður við rekstur hafnarsjóða sem það hljóta þó hlutur Reykjaneshafnar sé ekki stór. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Bréf Fiskistofu

6. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2020010519)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember 2020.