250. fundur

18.03.2021 17:00

250. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 (2020120143)

Hafnarstjóri fór yfir stöðuna varðandi vinnu við gerð ársreiknings Reykjaneshafnar fyrir árið 2020. Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds hjá Reykjanesbæ sat fundinn undir þessum lið.

2. Ársyfirlit Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 (2021020295)

Hafnarstjóri fór yfir drög að ársyfirliti ársins 2020.

3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Bréf frá Vegagerðinni dags. 15.03.2021 varðandi niðurstöður útboðsins í verkið Grófar- og Njarðvíkurhöfn – viðgerðir á grjótvörn. Eftirfarandi var lagt fram: Vegagerðin hefur farið yfir þau tilboð sem bárust í verkið og leggur til að þeim verði hafnað. Jafnframt leggur Vegagerðin til að samið verði við lægstbjóðanda varðandi þann hluta verksins sem snýr að smábátahöfninni í Gróf. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir þetta fyrirkomulag. Samþykkt samhljóða.

4. Hafnasamband Íslands (2021010431)

a) Fundargerð 432. fundar Hafnasambands Íslands frá 19.02.2021. Lögð fram til kynningar.

b) Bréf Hafnasambands Íslands, dags. 05.03.2021, þar sem fjallað er um móttöku og meðhöndlun á sorpi á hafnarsvæðum og því beint til hafnaryfirvalda að þau bjóði upp á flokkun sorps og farmleifa í aðskilin ílát. Eftirfarandi var lagt fram: Reykjaneshöfn vinnur í samræmi við stefnu Reykjanesbæjar 2020-2030 þar sem ein af stefnuáherslunum er „Vistvænt samfélag“ sem tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, s.s. markmið 11 – Sjálfbærar borgir og samfélög og markmið 12 – Ábyrg neysla og framleiðsla.
Með það að leiðarljósi hefur Reykjaneshöfn sett sér það markmið að móttaka og meðhöndlun úrgangs á hafnarsvæðinu verði gerð skilvirkari til að lágmarka förgun og auka endurnýtingu. Lagt er til að hafnarstjóri vinni tillögu að breyttu fyrirkomulagi á móttöku sorps og farmleifa í höfnum Reykjanesbæjar með hliðsjón af fyrrnefndu og leggi fyrir stjórn. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Fundargerð 432. fundar Hafnasambands Íslands
Móttaka á sorpi á hafnarsvæðum - erindi frá Hafnasambandi Íslands

5. Hafnafundur 2021 (2021010433)

Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands, dags. 05.03.2021, þar sem boðað er til Hafnafundar 2021 þann 21. maí n.k. í Hafnarfirði. Lagður fram til kynningar.

Fylgigögn:

Hafnafundur 2021 - fundarboð

6. Lóðir Reykjaneshafnar (2020050255)

Hafnarstjóri fór yfir hugmyndir eigenda að Hafnarbraut 2 við Njarðvíkurhöfn varðandi útfærslu á lóð. Eftirfarandi var lagt fram: Miklar endurbætur eiga sér nú stað á Hafnarbraut 2 sem er til mikillar prýði fyrir þá sem að því standa. Fyrir hefur legið að útfæra hefur þurft lóðina kringum húsið upp á nýtt til þess að hún nýttist viðkomandi húsnæði. Stjórn Reykjaneshafnar tekur vel í fyrirliggjandi útfærslu. Samþykkt samhljóða.

7. Reykjaneshöfn - rýmingaráætlun (2021030170)

Hafnarstjóri fór yfir rýmingaráætlun sem unnin var fyrir Reykjaneshöfn er til bráðarýmingar kemur vegna náttúruhamfara. Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Rýmingaráætlun Reykjaneshafnar

8. Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (2021030336)

Bréf Kadeco – Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, dags. 24.02.2021, þar sem óskað er eftir tilnefningu Reykjaneshafnar á aðila í ráðgjafahóp Kadeco varðandi samráð um þróun nærsvæðis Keflavíkurflugvallar og nágrennis. Eftirfarandi var lagt fram: Lagt er til að hafnarstjóri verði fulltrúi Reykjaneshafnar í ráðgjafahóp Kadeco. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Tilnefning í ráðgjafahóp - erindi frá Kadeco

9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2021010434)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. apríl 2021.