13.01.2022 17:00

259. fundur stjórnar Reykjaneshafnar, fjarfundur haldinn fimmtudaginn 13. janúar 2022 kl. 17:00.

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193)

Hafnarstjóri fór yfir útistandandi kröfur Reykjaneshafnar um s.l. áramót. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar telur rétt að við vinnslu á ársreikningi hafnarinnar vegna ársins 2021 verði sett í varúðarniðurfærslu viðskiptakrafna, kröfur að upphæði 1.743.468.- krónur, vegna óvissu um innheimtu þeirra en þessi upphæð er innan við 1% af þjónustutekjum ársins. Jafnframt er lagt til kröfur að upphæð 673.596.- verði bakfærðar vegna breyttra forsenda í innheimtu þeirra. Samþykkt samhljóða.

2. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mál vegna fyrirhugaðar framkvæmda hjá höfninni.

3. Lóðir Reykjaneshafnar (2020050255)

Á fundinn mætti Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar undir þessum lið.

a. Fitjabraut 5 og 7. Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir drög að samkomulagi sem gert hefur verið við fyrrum lóðarhafa Fitjabrautar 5 og 7. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög og felur hafnarstjóra að undirrita þau. Samþykkt samhljóða.

b. Njarðarbraut 20. Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi lóðarinnar Njarðarbraut 20 en Reykjaneshöfn er þar landeigandi. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrir sitt leiti breytt fyrirkomulag en leggur áherslu á að tekið sé tillit til hagsmuna Reykjaneshafnar við þessa framkvæmd. Samþykkt samhljóða.

4. Reykjanesbær (2022010195)

Bréf dags. 11.01.22 frá íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar þar sem fram kemur að íþrótta- og tómstundaráð er að skoða möguleika á aðstöðusköpun í tengslum við stofnun siglingarklúbbs sem hluta af æskulýðsstarfi sveitarfélagsins. Horft hefur verið til þess að slík aðstaða yrði við Smábátahöfnina í Gróf, t.d. í bráðabirgðahúsnæði sem er þar til staðar. Óskað er eftir afstöðu Reykjaneshafnar til viðkomandi hugmyndar. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar viðkomandi hugmynd og telur hana falla vel að framtíðarsýn Reykjaneshafnar. Ef af yrði mun Reykjaneshöfn taka jákvætt í stöðuleyfi vegna viðkomandi bráðabirgðahúsnæðis til að lágmarki eins árs með möguleika á framlengingu, að því tilskyldu að vera þess raski ekki starfsemi hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Beiðni um afstöðu hafnaryfirvalda

5. Hafnasamband Íslands (2021010431)

a. Fundargerð 440. fundar Hafnasambands Íslands frá 03.12.2021. Lögð fram til kynningar.

b. Nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna 2021-2031, skýrsla. Lögð fram til kynningar.

c. Hafnasjóður Norðurþings gegn Gentle Giants-Hvalaferðum ehf., dómur 08.11.2021. Lagður fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 440. fundar Hafnarsambands Íslands

Nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna 2021-2031

Hafnasjóður Norðurþings gegn Gentle Giants-Hvalaferðum ehf.

6. Aalborg Portland Ísland ehf (2022010196)

Hafnarstjóri kynnti samkomulag milli Reykjaneshafnar og Aalborg Portland Ísland ehf. varðandi fyrirkomulag á greiðslu vörugjalda á innfluttu sementi um Helguvíkurhöfn árið 2022. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnarstjóra að undirrita það. Samþykkt samhljóða.

7. Norðurál Helguvík ehf (2020080524)

Hafnarstjóri fór yfir kröfu Reykjaneshafnar sem lýst hefur verið í þrotabú Norðuráls Helguvíkur ehf.

8. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. janúar 2021.