14.09.2018 00:00

215. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14.9.2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.

Starfsmenn: Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 253 (20180020089)

Lagt fram.

2. Aspardalur 1 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi (2018090129)
KRark ehf. fyrir hönd lóðarhafa. Ósk um breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Breytingin gerir ráð fyrir því að íbúðafjöldi verði 11 í stað 12. Hæð hús fari úr 3 hæðum í 2 hæðir og byggingarreitur stækki um 2,5m til norðausturs og 2,5m til suðvesturs. Einnig eru bílastæðum hagrætt á lóð.

Byggingin er í röð tveggja og einnar hæða húsa. Lækkun um eina hæð samræmist götumynd. Heimild verður að stækka 2,5m til norðausturs.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

3. Tjarnabraut 2 og 4 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi (2017100067)
Ósk um breytingu á samþykktu deiliskipulagi sem felst í að íbúðum Tjarnabraut 2 fjölgi úr 14-15 í 22 íbúðir. Bílastæðahlutfall lækki úr 1,8 í 1,6 á íbúð. Að byggingamagn fyrir A-rými aukist frá 2100m2 í 2300m2, þannig að nýtingarhlutfall fari úr 0,57 í 0,63. Heimil verði útskot fyrir stigahús. Byggingarreitur færist um 1,5m til suðurs og stækki um 1m til vestur en 2m til austurs. Breyting Tjarnabraut 4 felist í að íbúðum fjölgi frá 10-11 í 16 íbúðir, bílastæðahlutfall fari úr 1,8 í 1,6 á íbúð. Byggingamagn A-rýma aukist úr 1500m2 í 1600m2 þ.a. nýtingarhlutfall fer úr 0,56 í 0,6. Byggingarreitur færist 3m til suðurs og stækki um 1m til austurs. Heimil verði útskot fyrir stigahús.

Erindi hafnað.

4. Vatnsnesvegur 22 - Ósk um heimild til byggingar bílskúrs (2018090131)
Sigríður Jónsdóttir leggur inn umsókn móttekin 11. maí 2018 um byggingu 50m2 bílskúrs á lóð sinni að Vatnsnesvegi 22.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

5. Berg - Ósk um úthlutun á landsvæði og lóðum undir smáíbúðir (2018090132)
Jón Ingi Kristinsson, kennitala ekki birt, og Kristinn Guðmundsson, kennitala ekki birt, fh.
óstofnaðs hlutafélag sækja um hér með um land og lóðir með greinargerð dagsett 19. ágúst 2018. Sótt er um skipulagðar lóðir við Bergveg nr. 21 og 23 ásamt landsspildu sem afmarkast vestan við lóðir á Bergveg 19 og 21 og norðan megin við Bergveg hús númer 5,7,9,11,13 og 17 frá lóðarmörkum þeirra og að skipulagsmörkum. Óskað er eftir því að fá að skipuleggja þetta svæði upp á nýtt með það í huga að skipuleggja þar smáíbúðar raðhús.

Svæðið er samkvæmt aðalskipulagi grænt svæði sem þyrfti að breyta. Tekið er undir að þörf er fyrir smár og ódýrir íbúðir sem til stendur að skoða í endurupptöku aðalskipulags en þetta erindi samræmist ekki stefnu bæjarins í skipulagsmálum. Erindi hafnað.

6. Stapavellir 4-22 - Ósk um breytingu á skipulagsmálum (2018090135)
Reykjanesbær leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Stapavellir 4-22. Skilmálar kveða á um fjögur húsa raðhús með bílskúrum. Farið er fram á að breyta þessu í 7 raðhús án bílskúra.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

7. Ferjutröð 2060-2064 - Tillaga að deiliskipulagi (2017070037)
Tækniþjónusta SÁ vann deiliskipulagstillögu dagsett fyrir ÍAV. Markmið deiliskipulagsins er að gera deiliskipulag fyrir starfsemi ÍAV hf. á lóðinni. Í deiliskipulaginu er skilgreindur byggingarreitur fyrir skrifstofubyggingu og iðnaðarhús norðan við aðkomuveg að lóðinni og byggingarreitir fyrir byggingar tengdar starfsemi ÍAV hf. Tillagan var auglýst frá 5. júlí til 20. ágúst 2018. Athugasemd barst frá Kadeco um um stærð svæðisins og tímalend leigusamnings. Atriðin voru lagfærð í greinargerð.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

8. Greniteigur -Erindi varðandi bílastæði og umferð (2018090136)
Kolbrún Pétursdóttir leggur inn erindi vegna umferðar og bílastæðamála húsa við Greniteig. Húsum fylgja of fá bílastæði miðað við bílaeign. Sumum húsum fylgi tvö stæði öðrum eitt og nokkuð er um að hjólhýsum, tjaldvögnum og kerrum sé lagt í götunni og taka upp þau fáu stæði sem eru til skiptana. Einstefnuakstur er í götunni aðeins heimilt að leggja vinstra megin. Lagt er til tvístefna í götunni, gatan er löng og fólk styttir sér leiðir, heimilt verði að leggja beggja vegna.

Greniteigur er með þéttbyggðustu götum í Reykjanesbæ og þegar það fer saman með mikilli bílaeign skapar það viss vindamál sem hvílist fyrst og fremst á íbúum götunnar. Lítið notuð farartæki ættu ekki að leggja í götu, finna ætti þeim stað innan lóðar eða annarsstaðar. Gatan er of þröng til þess að koma fyrir snúningsplani til þess að heimila einstefnu úr hvorri átt. Óski lóðarhafar eftir því að bæta við bílastæðum á lóðum sínu tæki sveitarfélagið vel í þau erindi.

9. Reynidalur 2 - Breyting á deiliskipulagi (2018060181)
Fyrir hönd lóðarhafa sæki Krark, Kristinn Ragnarsson arkitekt ehf. um breytingu á deiliskipulagi. Íbúðum verði fjölgað úr 16 í 19 og bílastæðakrafa lækki úr 1,8 í 1,6 á lóð. Heildarfjöldi bílastæða verði 31. Tillagan var auglýst fá 19. júlí til 5. september 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

10. Blue Car Rental – Ósk um skipti á lóð (2018090139)
Blue Car Rental ehf. leggja inn erindi dagsett 6. september 2018 og óska eftir skiptum á lóð sem félagið á að Selvík 7, fastanr. 233-2127, lóðarstærð 7436m² og lóðana Fuglavík 43, lóðarstærð 5674m² og Fuglavík 45, lóðarstærð 5674m²

Tekið er vel í erindið. Með fyrirvara um að lóðargjöld fyrir mismuninn verði greidd af Blue Car Rental og umsýsla vegna erindisins bænum að kostnaðarlausu. Erindi samþykkt.

11. Seltjörn - Tillaga að deiliskipulagi (2018090140)
Landmótun vann fyrir Reykjanesbæ deiliskipulagstillögu fyrir Seltjörn og Sólbrekkuskóg dagsett 28. júní 2018. Tillagan var auglýst fá 19. júlí til 5. september 2018. Ein athugasemd barst. Flugmódelfélagið óskar eftir að þó skipulagið heimili að tjaldað sé á svæðinu þá hafi það ekki áhrif á þeirra starfsemi sem getur verið hávær og fari fram seint á sumarkvöldum.

Tekið verður tillit til athugasemdar Flugmódelfélagsins og ekki verða sett almennt bann á næturflug, en með þeim fyrirvara að geta lagt slíkt bann á tímabundið ef sérstakar aðstæður krefjast þess.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

12. Pósthússtræti 5,7 og 9 - Deiliskipulagsbreyting (2018070042)
Mannvit ehf. lagði fram erindi um skipulagsbreytingu sem kemur fram á uppdrætti dagsettum 2. júlí 2018 sem tekið var fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs á fundi nr. 212 þann 12. júlí 2018. Erindi var sent í grenndarkynningu sem lauk þann 12. september 2018.

Afgreiðslu aðalskipulagsbreytingar er ekki lokið hjá skipulagsstofnun. Erindi frestað.

13. Verndarsvæði í byggð (2016090211)
Samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð 2015 nr. 87, 4. gr. skal sveitarstjórn að loknum kosningum meta hvort innan staðarmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu svipmóts og menningarsögu varðar, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð.

Erindi frestað.

14. Háaleitishlað 1 - Breyting á lóð (2018090148)
Isavia ohf. leggur til að skráð verði ný lóðarblöð fyrir öryggissvæði (Landhelgisgæslu Íslands) á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða 2 lóðir/svæði sem skilgreind eru sem öryggissvæði en eru innan almenns athafnasvæðis Isavia. Háleitishlað 1 – Hangar 831 og Pétursvöllur 6 – Fuel East. Ástæða fyrir nýrri skráningu er að misræmi er milli skráðra lóðarblaða og auglýstra öryggissvæða skv. auglýsingu um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða. Auglýsing nr. 720, 2015. Rétt er talið að hafa samræmi þarna á milli.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

15. Pétursvöllur 6 - Breyting á lóð (2018090149)
Isavia ohf. leggur til að skráð verði ný lóðarblöð fyrir öryggissvæði (Landhelgisgæslu Íslands) á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða 2 lóðir/svæði sem skilgreind eru sem öryggissvæði en eru innan almenns athafnasvæðis Isavia. Háleitishlað 1 – Hangar 831 og Pétursvöllur 6 – Fuel East. Ástæða fyrir nýrri skráningu er að misræmi er milli skráðra lóðarblaða og auglýstra öryggissvæða skv. auglýsingu um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða. Auglýsing nr. 720 2015. Rétt er talið að hafa samræmi þarna á milli

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

16. Merkines - Uppskipting á landi (2018090160)
Kristján Bjarnason fyrir hönd meðeiganda á jörðinni Merkines óskar eftir uppskiptingu á landinu í samræmi við meðfylgjandi lóðablöð og samþykki meðeiganda.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

17. Hafnargata 57 - Breyting á skipulagi ( 2017090107)
Mænir 230 ehf. leggur inn fyrirspurn um að byggja 2 hæðir ofan á núverandi tveggja hæða hús. Er þá átt við B-hús sem snýr að Hafnargötu. Óskað er eftir að efsta hæð sé ekki inndregin.

Skipulag sem nú er óskað eftir að sé breytt var afgreitt af Umhverfis og skipulagsráði á 205. fundi þann 9. janúar þessa árs. Samþykkt var að byggðar væru tvær hæðir og sú efsta inndregin vegna götumyndarinnar. Skipulagsleg afstaða ráðsins hefur ekki breyst og er erindinu hafnað.

18. Háseyla 32 - Umsókn um byggingu á bílgeymslu (2018090161)
Sigurður Árni Ólafsson leggur inn umsókn dagsett 24.08.2018 um byggingu bílgeymslu á lóð sinni við Háseylu 32.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

19. Heiðavegur 22 - Umsókn um byggingu anddyris (2018090162)
Haraldur R. Aðalbjörnsson sækir um að byggja viðbyggingu, anddyri, stiga og baðherbergi við hús sitt að Heiðarvegi 22.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

20. Hótel Berg - Skilti (2018090155)
Gistiver ehf. sækir um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti við innkeyrslu og norðan við aðalinnganginn. Skilti er með dökkgráa álklæðningu. Hæð og breidd 2x2m við aðkomu, en 1,5mx2m við inngang.

Erindi frestað. Óskað er eftir nánari gögnum.

21. Suðurtún 5 - Umsókn um byggingu á bílgeymslu (2018090163)
Janusz Wojciech Sienkiewicz sækir um að byggja bílgeymslu á lóð sinni við Suðurtún 5

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

22. Stapabraut 1 - Auglýsingarskjár (2018090146)
Air Chefs ehf. sækir um að reisa tvo auglýsingaskjái á einum fæti innan lóðar stapabrautar 1. Skjáirnir snúi að Reykjanesbraut og að umferð bæði að og frá Reykjanesbæ.

Umhverfis- og skipulagsráð hefur ekki tekið afstöðu til auglýsingaskjáa við Reykjanesbraut. Endurskoða þarf skiltareglur sveitafélagsins til þess að taka á þessum miðlum. Erindi frestað.

23. Valhallarbraut 868 - Deiliskipulagsbreyting (2018050085)
Kadeco óskar breytingar á deiliskipulagi Valhallarbraut, Flugvallarbraut, Þjóðbraut, Suðurbraut með uppdrætti dagsettur 10. september 2018. Tilgangur breytingarinnar er að aðlaga deiliskipulagið að núgildandi aðalskipulagi þannig að Valhallarbraut liggi meðfram lóðunum í samfellu. Einnig að felld verði niður niðurrifsheimildir mannvirkja á reitnum og nýtingarhlutfall lóða nr. 890 og 891 fari úr 0.7 í 0,4. Lóðamörk Valhallarbrautar 891 breytast.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

24. Fitjaás 20 - Lóðarumsókn (2018090159)
Ragnar Helgi Friðriksson sækir um lóðina Fitjaás 20 með umsókn mótekin 31. ágúst 2018

Úthlutun samþykkt.

25. Mardalur 1-3 - Lóðarumsókn (2018090169)
HUG verktakar ehf. sækja um lóðina Mardalur 1 og 3 með umsókn mótekin 28. ágúst 2018.

Úthlutun samþykkt.

26. Mardalur 2-4 - Lóðarumsókn (2018090170)
HUG verktakar ehf. sækja um lóðina Mardalur 2 og 4 með umsókn mótekin 28. ágúst 2018.

Úthlutun samþykkt.

27. Hafdalur 6-14 - Lóðarumsókn (2018090172)
Mótasmíði ehf. sækir um lóðina Hafdalur 6-14 umsókn mótekin 5. september 2018.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

28. Hafdalur 6-14 - Lóðarumsókn (2018090173)
Sæfaxi ehf. sækir um lóðina Hafdalur 6-14 með umsókn mótekin 31. ágúst 2018.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

29. Hafdalur 6-14 - Lóðarumsókn (2018090171)
HUG verktakar ehf. sækja um lóðina Hafdalur 6-14 með umsókn mótekin 28. ágúst 2018.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

30. Hljóðmælingaskýrsla Isavia (2018090174)
Hljóðmælingar á Keflavíkurflugvelli, samantekt jan-mars 2018.

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. september 2018.