13.10.2014 00:00

326. fundur fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar haldinn 13. október 2014 í Ráðhúsi, Tjarnargötu 12, kl: 14:00

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir staðgengill félagsmálastjóra og Bjarney Rós Guðmundsdóttir ritaði fundargerðina.

1. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar (2014100180)
Fjölskyldu- og félagsmálaráð hefur skv. ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá árinu 1998 haft með höndum verkefni jafnréttisnefndar. Skv. 12. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal gera jafnréttisáætlanir til 4 ára og leggja þær fram til samþykktar í sveitarstjórn  eigi siðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar

Fjölskyldu og félagsmálaráð samþykkir að skipa starfshóp um endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjanesbæjar.  Fulltrúar FFR verða Elfa Hrund Guttormsdóttir og Sólmundur Friðriksson ásamt starfsþróunarstjóra Guðrúnu Þorsteinsdóttur og verkefnastjóra Ingu Lóu Guðmundsdóttur.

2. Siðareglur kjörinna fulltrúa FFR 2014 (2014100168)
Lagt fram til undirritunar.

3. Hæfingarstöðin - húsnæðisaðstæður (2014080304)
Gerð grein fyrir stöðu máls
Starfshópur FFR gerði grein fyrir stöðu húsnæðismála Hæfingarstöðvarinnar og tillögum til lausnar. Fjölskyldu- og félagsmálaráð þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf. Fullur stuðningur FFR er við fyrirliggjandi tillögum starfshópsins sem eru væntanlegar til bæjarráðs.

4. Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi (2013100392)
Lagt fram til samþykktar
Umsókn Dagfríðar Pétursdóttur um endurnýjun á starfsleyfi sem dagforeldri til þriggja ára er samþykkt.

5. Umsókn um styrk (2014100173)
Máli frestað til næsta fundar meðan aflað er frekari gagna.

6. Tölfræði FFR (2014010742)
Upplýsingar um stöðu einstakra málaflokka

Forstöðumaður stoðdeildar lagði fram eftirfarandi upplýsingar:
a) Greiðslur deildarinnar í september 2014

Fjárhagsaðstoð kr: 20.510.129
Húsaleigubætur kr: 36.049.258
Samþykktir áfrýjunarnefndar 14 af 26, 1 umsókn frestað.

Umræður um virkniúrræði fyrir einstaklinga á fjárhagsaðstoð.

7. Þjónustukönnun í Björginni (2012050244)
Á fundinum var lögð fram þjónustukönnun sem gerð var í ágúst til september meðal notenda Bjargarinnar.  Sjá fskj.

8. Önnur mál (2014010742)
Búsetumál fatlaðra
Gerð grein fyrir stöðu  málefna Þroskahjálpar hvað varðar breytingu á Ragnarsseli í búsetuúrræði. Fram kom að Þroskahjálp vanti 10 milljónir til að geta hafið framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu og óski eftir aðkomu Reykjanesbæjar með 5 milljón króna framlagi. Fjölskyldu- og félagsmálaráð óskar eftir að málið verði skoðað með opnum hug við gerð fjárhagsáætlunar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.