15.04.2015 09:29

333. fundur fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar haldinn 13. apríl 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri og Bjarney Rós Guðmundsdóttir ritar fundargerð.


1. Umsókn um starfsleyfi (2015030439)
Umsókn um starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum

Fyrir liggur umsókn um starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Völu Björk Svansdóttur, kennitala ekki birt.

Að uppfylltum öllum skilyrðum til daggæslu barna í heimahúsi samþykkir fjölskyldu-og félagsmálaráð að veita leyfi til daggæslu fyrir 4 börn, í samræmi við reglugerð.

2. Umsókn um starfsleyfi (2015040039)
Umsókn um starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum

Fyrir liggur umsókn um starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Ágústi Ragnarssyni kennitala ekki birt.

Að uppfylltum öllum skilyrðum til daggæslu barna í heimahúsi samþykkir fjölskyldu-og félagsmálaráð að veita leyfi til daggæslu fyrir 4 börn, í samræmi við reglugerð.

3. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks (2014120107)
Í  6. máli á 331. fundi þann 9. febrúar 2015 var ákveðið að fela Sigríði Daníelsdóttur, forstöðumanni Ráðgjafardeildar, að útfæra nánar undanþáguákvæði í reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. 

Sigríður Daníelsdóttir gerir grein fyrir tillögu að Áfrýjunarnefnd fjölskyldu- og félagsmálaráðs verði falið að afgreiða umsóknir sem lúta að undanþágu frá reglum á grundvelli eftirfarandi þátta;
-þeirrar þjónustu sem umsækjandi er að nýta eða hefur fengið úthlutað skv. reglum m.v. mat á þörfum

-fjölfötlunar viðkomandi og sérþarfa
-að viðkomandi ráði yfir bifreið en fötlun hans sé þess valdandi að hann geti ekki sjálfur ekið honum.

Fjölskyldu- og félagsmálaráð samþykkir ofangreinda tillögu. 

4. Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk (2015040084)
Hera Ósk Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri Fjölskyldu- og félagssviðs, og Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafardeildar gera grein fyrir þörf á búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ.

15 einstaklingar sem falla undir lög um málefni fatlaðs fólks  eru á biðlista eftir búsetuúrræði í Reykjanesbæ. Ætla má að 9 þeirra þurfi sólarhringsþjónustu,  þ.e. starfsmenn á vakt allan sólarhringinn,  en hinir minni þjónustu (ekki næturvakt).

Af þessum 15 einstaklingum eru:
  fimm sem þurfa úrræði sambærilegt og er á Suðurgötu 19 (þroska- og hreyfihömlun og fl.).  Þessir einstaklingar eru flestir búnir að vera á biðlista í nokkur ár og orðnir óþreyjufullir eftir úrlausn.
- fjögur ungmenni þurfa sérhæft úrræði eða meðferðarheimili vegna alvarlegs hegðunar-, þroska- og geðvanda. Þau eru öll vistuð á vegum barnaverndar í kostnaðarsömum úrræðum.
- sex einstaklingar þurfa minni þjónustu og geta væntanlega búið í félagslegu húsnæði með daglegum stuðningi og eftirfylgd.

Gróflega áætlað má reikna með að rekstrarkostnaður  vegna úrræðis þar sem sólarhringsþjónusta er veitt, gæti verið á bilinu 60 - 80 milljónir á ári (miðað við 7 - 9 stöðugildi).  Þannig að tvö úrræði gætu kostað 120 - 160 milljónir á ári.  

Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur til að kannað verði hjá Þroskahjálp hvernig mál standa varðandi framtíðarskipulag Ragnarssels. Jafnframt verði Sigríði Daníelsdóttur falið að gera þarfagreiningu á búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk til næstu 10 ára.

5. Virkniúrræði vegna fjárhagsaðstoðar (2014110128)
Hera Ósk Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri Fjölskyldu- og félagssviðs, fer yfir skýrslu Vinnumálastofnunnar sem gefin var út í desember 2014.

Farið yfir stöðu Fjölsmiðjunnar og þá jákvæðu þróun að einstaklingar sem lokið hafa námi og endurhæfingu hafa fengið störf við hæfi.

Virkninámskeið í samstarfi við MSS. 18 manns byrjuðu á námskeiðinu og í lok 5. viku (af 8 vikum) stendur eftir 14 manna hópur með að meðaltali 85% mætingu.

Fjölskyldu- og félagsmálaráð hvetur fyrirtæki í Reykjanesbæ til þess að sýna samfélagslega ábyrgð, taka vel á móti atvinnuleitendum og leggja sig fram við að skapa ný tækifæri í samstarfi við Vinnumálastofnun.

6. Tölfræði FFR (2015030359)
Upplýsingar um stöðu einstakra málaflokka

Hera Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í febrúar.

a) Greiðslur deildarinnar í febrúar 2015
Fjárhagsaðstoð kr: 21.477.151
Húsaleigubætur kr: 33.604.709

15 erindi bárust  áfrýjunarnefnd í febrúar.
7 erindi voru samþykkt, 6 erindum synjað og 2 var frestað. 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2015.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.