11.01.2018 00:00

359. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11.01.2018 kl. 13:30.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum (2017060143)
Lagt fram til kynningar.
Velferðarráð hefur engar athugasemdir við lögreglusamþykktina.

2. Drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning (2017010329)
Í framhaldi af 3. máli 358. fundar velferðarráðs, sem haldinn var 11. desember 2017, eru drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fram til samþykktar.
Velferðarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á kafla 9.5.:
- gr. 9.5.2, 2. mgr, fellt á brott tilvísun í framfærslubyrði og félagslegar aðstæður.
- gr. 9.5.3 og 9.5.4, bætist við orðalag um viðbótarhúsnæðisstuðning í félagslegu húsnæði Reykjanesbæjar.
- gr. 9.5.3, bætist við fylgigögn sem þurfa að fylgja með umsókn.
- gr.9.5.6, þarf að uppfæra tekjumörk samkvæmt breytingu á reglugerð nr. 1200/2016
- gr. 9.5.10, nýtt ákvæði inn um viðbótarhúsnæðisstuðning í félagslegu húsnæði Reykjanesbæjar.

3. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra 2018 (2017080098)
Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála, kemur inná fundinn vegna málsins.
Velferðarráð lagði til í 2. máli 356. fundar, sem haldinn var þann 23. október 2017, að gjaldtaka í ferðaþjónustu fatlaðra tæki mið af gjaldskrá almenningssamgangna í Reykjanesbæ og yrði 50% af gjaldskrá stakra ferða. Fundargerðin var samþykkt í bæjarstjórn 7. nóvember 2017.
Velferðarráð leggur til að gjaldtaka verði samræmd við gjaldskrá árskorts fyrir aldraða og öryrkja. Einnig að tekið verði upp gjald fyrir fötluð börn og ungmenni í grunn- og framhaldsskóla samkvæmt gjaldskrá fyrir nema- og frístundakort. Við þessar breytingar lækka áætlaðar tekjur vegna ferðaþjónustu fatlaðra um 1.8 miljón króna.

4. Hækkun grunnkvarða fjárhagsaðstoðar (2017010338)
Í janúar ár hvert skal velferðarráð taka ákvörðun um hækkun grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar sem miðast við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert. Velferðarráð samþykkir hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar úr kr. 141.633,- í kr. 144.283,-
Velferðarráð leggur til að farið verði í endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð.

5. Gjaldskrá heimaþjónustu 2018 (2017080098)
Lagt fram til kynningar.
Velferðarráð leggur til að gjaldskrá heimaþjónustu taki breytingum miðað við launavísitölu 1. janúar 2018. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en elli- / örorkulífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót og þeir aðrir sem hafa samtals tekjur innan framangreindra marka.

6. Lundur forvarnarfélag (2018010065)
Erlingi Jónssyni hefur fyrir hönd Lundar forvarnarfélags tilkynnt Reykjanesbæ að félagið muni hætta að veita þá þjónustu sem það hefur veitt bæjarbúum síðastliðin tíu ár í áfengis- og vímuefnavörnum.
Velferðarráð vill þakka Erlingi fyrir hans framlag til forvarnarmála á Suðurnesjum og óskar honum velfarnaðar.
Velferðarráð mun halda áfram samstarfi við SÁÁ og koma málaflokknum í farveg innan velferðarsviðs. Ráðgjafaviðtöl SÁÁ munu halda áfram að óbreyttu og geta bæjarbúar skráð sig í viðtöl í gegnum þjónustuver Reykjanesbæjar.

7. Drög að starfsáætlun velferðarsviðs 2018 (2018010159)
Velferðarráð samþykkir starfsáætlun velferðarsviðs 2018 og þakkar starfsmönnum sviðsins fyrir vel unnin störf.

8. Umsagnarmál frá velferðarnefnd Alþingis (2017020226)
Hera Ósk Einarsdóttir gerir grein fyrir þeim umsögnum sem velferðarsvið hefur á frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og frumvarpi til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

9. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning (2017030442)
Farið yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings.

Fjárhagsaðstoð
Í nóvember 2017 var greitt til framfærslu kr.9.989.605,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 75. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr. 11.487.520,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 97.

Milli október og nóvember 2017 voru 10 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 10 nýjar umsóknir samþykktar á móti.

Í desember 2017 var greitt til framfærslu kr. 9.142.339,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 73. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr. 9.780.579,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 87.

Milli nóvember og desember 2017 voru 15 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 13 nýjar umsóknir samþykktar á móti.

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í nóvember 2017 var greitt kr. 1.552.995,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 126.

Ekki voru komnar tölur fyrir desember þegar tölfræði var unnin.

Áfrýjunarnefnd
Í nóvember 2017 voru 10 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd ásamt því að tekin var afstaða til veitingu jólastyrks fyrir einstaklinga á fjárhagsaðstoð. 8 erindi samþykkt/staðfest, 2 erindi synjað ásamt því að ákveðið var að veita jólastyrk líkt og undanfarin ár.

Í desember 2017 voru 8 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 7 erindi staðfest, 1 erindi synjað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. janúar 2018.