Dalshverfi III

Dalshverfi III

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 6. júní 2023 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Dalshverfi III breyting á deiliskipulagi.

Bjarg íbúðafélag óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Dalshverfis III áfanga vegna lóða við Trölladal 11, reitum G skv. deiliskipulagi. Megin breytingar eru að íbúðum á reit fjölgi úr 24 í 30 og byggingarmagn aukist um 480m2 alls. Bílastæðakrafa lækki úr 2 stæði á lóð í 1,5. sbr. uppdrætti Teikna teiknistofu arkitekta dags. 10. maí 2023.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. ágúst 2023. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is eða á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.

 

Deiliskipulagstillögur

 

Tillögur verða einnig til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 15. júní til 4. ágúst 2023

Reykjanesbær 15. júní 2023
Skipulagsfulltrúi