Deiliskipulag Fitjar Reykjanesbæ

 Deiliskipulag Fitjar Reykjanesbæ

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 7. september 2021 tillögu að á deiliskipulagi. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulag. Tillaga að deiliskipulagi Fitjar Reykjanesbæ:

Reykjanesbær leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar Markmið skipulagsins er efla lýðheilsu í nánd við náttúru, tryggja náttúruvernd og stuðla að náttúruskoðun. Svæðið er eftirsótt útivistarsvæði og ríkt af fuglalífi. Deiliskipulagstillagan sameinar uppbyggingu svæðis fyrir atvinnulíf og heilsueflingu bæjarbúa í samræmi við kröfur um náttúruvernd.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og á heimasíðu reykjanesbaer.is frá og með 15. september til 31. október 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. október 2021.

 

Deiliskipulag Fitjar 

Umhverfismat deiliskipulags