Endurskoðun deiliskipulags orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi

Endurskoðun deiliskipulags orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi

Endurskoðun deiliskipulags orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi. Kynning á tillögu í vinnslu.

Reykjanesbær kynnir vinnslutillögu að deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010. Gefin er kostur á að koma á framfæri ábendingum við vinnslutillögu áður en tillagan verður samþykkt til auglýsingar.

Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi Deiliskipulagi Reykjanes, orkuvinnsla, iðnaður og ferðamennska, samþykktu árið 2004 með síðari breytingum, sem liggur innan marka Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Allmargar breytingar hafa verið gerðar á gildandi deiliskipulagi því eftir því sem starfsemi svæðisins hefur þróast og skipulagsforsendur breyst síðustu 17 ár.

HS Orka hefur í samráði við Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ unnið að endurskoðun deiliskipulags orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi á innan sveitarfélaganna beggja. Endurskoðað deiliskipulag er sett fram í tveimur deiliskipulagsáætlunum, fyrir hvort sveitarfélag um sig, til að tryggja einfaldari stjórnsýsla og málsmeðferð skipulagsmála á svæðinu. Tillagan mun leysa af hólmi eldri uppdrætti og breytingar á þeim. Með því fæst betri yfirsýn yfir skipulags svæðisins.

Skila skal ábendingum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

Æskilegt er að ábendingar berist fyrir 26. júlí 2021.

 

Deiliskipulagstillaga Reykjanes - drög