Ný heilsugæsla Innri-Njarðvík

Ný heilsugæsla Innri-Njarðvík

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkt 15. nóvember að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnahverfis skv 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr 123/2010

Breytingin er vegna nýrrar heilsugæslustöðvar á horni Tjarnabrautar og Stapabrautar skv. uppdrætti Kanon arkitekta dags. 19. október 2022, hljóðvistargreiningu VSÓ ráðgjöf dags 31.10. 2022 og greiningu Eflu verkfræðistofu á vindafari dags. 21. október 2022.

Tillagan er til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 24. nóvember 2022 til 12. janúar 2023.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 12. janúar 2023.

Skila skal inn skriflegum umsögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is.

 

DEILISKIPULAGSTILLÖGUR

Reykjanesbær 23.nóvember 2022

Skipulagsfulltrúi