Valhallarbraut 868

Valhallarbraut 868

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 6. júní 2023 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

T.ark arkitektar ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hönd lóðarhafa Verne Global. Með deiliskipulagstillögunni, dags 15. maí 2023, er skipulagið uppfært og afmörkun breytt. Skipulagssvæðið stækkar til austurs svo heildarskipulagssvæðið fer úr 13,0 ha. í 16,16 ha. Aðkomu að lóð er breytt og lega þjóðbrautar sem er utan skipulagssvæðis en innan skipulagssvæðis ISAVÍA breytist.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. ágúst 2023. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is eða á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.

 

Deiliskipulagstilögur

 

Tillögur verða einnig til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 15. júní til 4. ágúst 2023.

Reykjanesbær 15. júní 2023
Skipulagsfulltrúi