
Vinnuskólinn í Reykjanesbæ er vinnustaður unglinga á aldrinum 14 til 16 ára.
Nemendur fá verkefni sem miða að fegrun og bætingu á umhverfinu en Vinnuskólinn leggur áherslu á götu- og hverfahreinsun, umhirðu á lóðum og opnum svæðum bæjarins. Vinnuskólinn á einnig í góðu samstarfi við æskulýðs- og íþróttafélög auk stofnana Reykjanesbæjar um sérstök sumarstörf.
Fylgist endilega með á samfélagsmiðlum en þar birtast reglulega myndir og fréttir af starfinu.
Vinnuskólinn á Facebook
Vinnuskólinn á Instagram
Netfang: vinnuskoli@reykjanesbaer.is
Sími á starfstíma: 420-3205
- Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytt verkefni og hafa nemendur í sínu skólahverfi.
Starfstímabil og vinnutími fyrir 2022
Aldur |
Hefja störf |
Vinnutími (mán-fim) |
Heildarfjöldi vinnustunda í sumar |
14 ára á árinu |
20. júní til 28. júlí 2022 |
08:30-11:30 = 3 klst. |
Allt að 60 klst |
15 ára á árinu |
20. júní til 28. júlí 2022 |
08:30-15:30 = 6 klst. |
Allt að 120 klst |
16 ára á árinu |
20. júní til 28. júlí 2022 |
08:30-15:30 = 6 klst. |
Allt að 120 klst |
17 ára á árinu |
- |
- |
- |
Hádegismatur er klukkustund hjá nemendum þar sem hlé er gert á vinnu.
Nemendur sem eru 15 ára og eldri vinna því 6 klukkustundir á dag.
Nemandi í samráði við forráðamenn ákveður hvaða daga hann kýs að mæta í vinnuskólann. Þannig geta nemendur raðað vinnudögum sínum á þann hátt að þeir skarist ekki við skipulagaðar tómstundir, frí með forráðamönnum eða annað skipulag, en nemendur geta skilað inn tilgreindum fjölda vinnustunda hvenær sem er á starfstíma vinnuskólans.
Tímakaup 2022
Laun nemenda í vinnuskóla Reykjanesbæjar miðast við hlutfall af launaflokki 117, flokkstjórar eru í launaflokki 127 og yfirflokkstjórar eru í launaflokki 129.
Laun |
8. bekkur |
9. bekkur |
10. bekkur |
17 ára |
18 ára og eldri |
Tímakaup
|
978 kr |
978 kr |
1.222 kr |
2.005 kr |
2.445 kr
|
Orlof (13,04%) |
128 kr |
128 kr |
159 kr |
261 kr |
319 kr
|
Samtals með orlofi
|
1.105 kr |
1.105 kr |
1.382 kr |
2.266 kr |
2.764 kr
|
Mögulegar vinnustundir
|
60 klst |
120 klst
|
120 klst |
-------
|
frá 1. júní til 28. júlí |
Launatímabil og launagreiðslur
Launatímabil nemenda vinnuskóla Reykjanesbæjar er frá 15. -14. hvers mánaðar.
- 1. ágúst: greiðsla fyrir 15. júní - 14. júlí.
- 1. september: greiðsla fyrir 15. júlí - 14. ágúst
Persónuafsláttur
Skil á skattkortum eru nú með rafrænum hætti. Mikilvægt er að nemendur sem eru 16 ára á árinu og eldri, skili skattkorti til laundeildar tímalega fyrir fyrstu útborgun launa til að laun þeirra skili sér að fullu.
En hverju á að skila? Til að finna stöðu persónuafsláttar skaltu fylgja þessum skrefum:
1. Farðu inn á https://www.rsk.is
2. Veldu Þjónustuvefur og skráðu þig inn með rafrænum hætti.
3. Veldu "Mín þjónustusíða".
4. Undir “Almennt” er að finna “Staðgreiðsluskrá RSK”.
5. Þar skaltu velja “yfirlit til launagreiðanda”.
6. Þar til hægri á síðunni er að finna “sækja pdf”.
7. Sendu þetta skjal á netfangið launadeild@reykjanesbaer.is ásamt nafni, kennitölu og taktu fram að þú sért að fara starfa fyrir Vinnuskólann.
Forföll og leyfi
Til að tilkynna forföll eða leyfi þarf forráðamaður að senda tölvupóst á netfangið vinnuskoli@reykjanesbaer.is eða hringja í síma 420-3205
Ef tilkynning berst ekki um fjarveru nemenda verður haft samband við forráðamenn.
Launaseðlar
Launaseðlar berast í heimabanka nemenda fyrsta hvers mánaðar og má finna undir „rafræn skjöl". Ef nemandi er ekki með heimabanka þarf að stofna slíkan í banka nemandans.
Einelti í vinnuskólanum
STEFNA OG VIÐBRAGÐSÁÆTLUN Í EINELTISMÁLUM.
er í vinnslu
Reglur Vinnuskólans
Skóla- og starfsreglur
Virðing fyrir skólareglum stuðlar að festu og vellíðan í starfi. Nemendur skulu vera stundvísir, hlíta fyrirmælum flokkstjóra, sýna kurteisi og tillitsemi í starfi.
1. Framkoma sem ber keim að einelti er óheimil og verður ekki liðin.
2. Að veitast að öðrum með meiðingum, slagsmálum eða hættulegu atferli er óheimilt.
3. Öll notkun vímuefna er óheimil.
4. Notkun farartækja nemenda er almennt óheimilt á vinnutíma til þess að gæta að öryggi nemenda sem og vegna jafnræðis við frágang og burð á verkfærum milli staða.
5. Nemendur skulu ávalt vera í vinnuvestum.
6. Myndbands, hljóð og myndataka er nemendum óheimil á vinnutíma.
7. Tónlist er leyfileg í öðru eyra - það er vegna öryggissjónarmiða.
8. Nemendrum ber skylda til þess að gæta vel að eigum vinnuskólans, meðal annars verkfærum og vestum.
Viðbrögð vegna brota á reglum:
Verði misbrestur á hegðun nemanda fær hann áminningu og haft er samband við foreldra.
Skólanum er heimilt að vísa nemendum úr starfi, tímabundið eða varanlega eftir eðli brots.
Öryggismál
Vinnuskólinn leggur metnað í að skapa nemendum öruggt vinnuskjól.
Allir hópa klæðast skærlituðum sjálflýsandi vestum.
Nemendur og flokkstjórar útvega sinn daglega hlífðarfatnað og bera ábyrgð á eigin fötum og eigum.
Bannað er að hafa með sér hverskonar hnífa eða annað sem getur ógnað eða valdið skaða.
Vinnuaðstaða nemenda
Foreldrum ber að vera vakandi yfir líðan barna sinna og hafa samband við starfsmenn Vinnuskóla ef einhverju er ábótavant.
Vinnuskólinn er útiskóli og nemendur vinna allan daginn úti. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir hafi meðferðis hlífðarfatnað og góða vinnuskó og vinnuhanska. Nemendur borða nestið sitt úti með flokkstjóranum sínum og er mikilvægt er að nemendur hafi með sér gott nesti og drykkjarföng.
Gott getur verið að taka mið af veðrinu og hafa með sér sólarvörn og einnig eru sumir með plastpoka til að setja í strigaskóna þegar rignir.
Vinnuskólinn á InstagramVinnuskólinn á Facebook