- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Keilisbraut 774, Reykjanesbær 262
vollur@leikskolinnvollur.is
421 8410
Opnunartími : 07:30 - 16:30
Leikskólinn Völlur hóf starfsemi haustið 2007. Hjallastefnan sá um rekstur skólans frá upphafi og til dagsins 1. október 2025 þegar Reykjanesbær tók við rekstrinum.
Völlur er sex kjarna leikskóli sem er aldurs og kynjaskiptur með um 100 börn með sveigjanlegan vistunartíma, frá 4 tímum og upp í rúmlega 8 tíma vistun hverju sinni. Kjarnarnir heita Drengjakjarni, Stúlknakjarni, Rauðikjarni, Bláikjarni, Gulikjarni og Grænikjarna. Um 75% barna eru tví-eða fjöltyngd og eru þjóðerni barnanna því fjölbreytt.
Leikskólastjóri er Hulda Björk Stefánsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Steinunn Gyða Guðmundsdóttir
Námskrá leikskólans Vallar byggir á hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Svokallaðar meginreglur liggja til grundvallar allri hugmyndafræði Hjallastefnunnar.
Meginreglur eru sex talsins og eru settar upp í skýrri forgangsröð.
1. Börn og foreldrar
2. Starfsfólk
3. Umhverfi
4. Efniviður
5. Náttúra
6. Samfélag
Í meginreglunum birtast hugsjónir okkar, bæði innri þættir eins og þau lífsgildi sem við starfsfólk sameinumst um; viðhorf, mannskilningur og lífssýn svo og ytri þættir eins og skipulag, starfshættir og aðferðir sem byggja á umræddum hugsjónum og einkenna Hjallastefnuna.
Markmið meginreglnanna er að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu og einnig leggja af mörkum til grenndarsamfélags okkar þannig að við getum haft áhrif til góðs hvar sem við komum. Hlutverk meginreglnanna er að tryggja að skólaskipulag og starfsaðferðir séu í fullkomnum takti við hugsjónirnar, frá hinu stærsta til hins smæsta.
Áhersluþættir í starfinu eru: Jafnrétti – Lýðræði – Sköpun – Fjölbreytileiki
Einkunnarorð skólans eru: Agi-Jákvæðni-Sjálfstyrking-Vinátta-Samskipti-Áræðni
Starfsáætlun
Hægt er að sækja starfsáætlun hér
Skólanámsskrá
Hægt er að sækja skólanámskrá hér
Leikskóladagatal
Hægt er að sækja leikskóladagatal hér
Sækja um leikskóladvöl
Sótt er um leikskóladvöl rafrænt gegnum Völu. Sækja um
Skoða staðsetningu á korti
