Færð á vegum

Vegagerðin miðlar upplýsingum um færð og veður á vef Vegagerðarinnar, í upplýsingasíma 1777, í sjálfvirkum símsvara 1779 og á textavarpi RUV á síðum 470-494. Í upplýsingasíma Vegagerðarinnar eru einnig veittar upplýsingar um þjónustu á vegakerfinu, opnun fjallvega o.fl.
 
Alla daga eru sendar út tilkynningar um færð og veður, framkvæmdir, lokanir og þungatakmarkanir sem geta haft áhrif á akstur um vegakerfið.