Umferðarskipulag

Reykjanesbær hefur á undanförnum árum unnið skipulega að því að auka umferðaröryggi í sveitarfélaginu. Í því felst m.a. að koma í veg fyrir hraðakstur innan bæjarmarkanna, sér í lagi í íbúðahverfum og í kringum skóla og gönguleiðir. Af framkvæmdum sem bæta umferðaröryggi má nefna umferðarljós og hringtorg, lækkun hámarkshraða í 30 km hverfum og ýmsar smærri hraðahindrandi aðgerðir. 

Þeir sem aka um bæinn eru hvattir til að kynna sér vandlega meðfylgjandi kort af hverfum Reykjanesbæjar þar sem merkt er inn hvar í sveitarfélaginu hraðatakmarkanir miðast við 30 km/klst og hvar hámarkshraði verður áfram 50 km/klst.

Rautt táknar 50 km hámarkshraða.  Gult táknar 30 km hámarkshraða.

Hægt er að senda ábendingar vegna umferðarskipulags á netfangið usk@reykjanesbaer.is.