Vinnuskóli

Vinnuskóli Reykjanesbæjar er starfræktur frá byrjun júní til byrjunar ágúst.  Í flestum tilvikum er starf í vinnuskólanum fyrstu kynni unglinga af launaðri atvinnu og því mikilvægt að vel takist til. Lengi býr að fyrstu gerð.

Vinnuskóli Reykjanesbæjar leggur metnað í að hafa fjölbreytni í verkefnum unglinganna, enda ýtir slíkt undir vinnugleði.

Flokksstjóri er ávallt hjá sínum hópi og er hlutverk hans m.a. að kenna unglingunum rétt handtök við þau verk sem unnin eru hverju sinni. Mikilvægt er að flokksstjórinn sé jákvæður í garð starfsins og tali vel um það. Reynt er eftir fremsta megni að dreifa hópunum í ýmis verkefni og einnig á milli hverfa. Þó er reynt að hafa hópana ekki mjög langt frá heimilum sínum. Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður.

Helstu verkefni Vinnuskólans eru:

  • Götu- og hverfahreinsun
  • Beðahreinsun
  • Tyrfing

Einnig er nokkuð um það að elstu unglingarnir séu sendir í svokölluð sérverkefni, t.d. aðstoð á íþrótta-og leikjanámskeiðum, í stofnunum bæjarins, á golfvöllinn og fleira. Í um vinnuskóla er afmarkaður reitur þar sem hægt er að koma með athugasemdir frá umsækjendum. Störfin eru auglýst að vori.

Yfirmaður Vinnuskóla er Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjufræðingur.

Heimsíða vinnuskólans