Dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum.

Markmiðið með þjónustunni er að rjúfa félagslega einangrun aldraðra og stuðla að því að þeir geti búið lengur heima. Boðið er uppá fæði, tómstundaiðju, hreyfingu, hvíldaraðstöðu og aðstoð við persónulega umhirðu. Dvalartími getur verið frá einum degi upp í fimm daga í viku. Gestum dagdvala er boðið upp á akstur til og frá dagdvöl. Dagdvalirnar eru reknar á daggjöldum frá ríki og greiðsluþátttöku gesta.  Báðar dagdvalirnar eru opnar alla virka daga frá 8-16.

Í Reykjanesbæ eru tvær dagdvalir:

  • Nesvellir, Njarðarvöllum 4. Dagdvölin á Nesvöllum er fyrir einstaklinga sem þurfa félagsskap, eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Síminn þar er 420-3445. Alls er rými fyrir 15 gesti á Nesvöllum.
  • Selið, Vallarbraut 4. Dagdvölin í Selinu er fyrir einstaklinga með minnisskerðingu.  Síminn í Selinu er 421-6272. Rými er fyrir 11 gesti í Selinu.

Daggjald í dagdvölina er 1.217 kr.

Gjalskrá Reykjanesbæjar má nálgast hér