Dagdvöl fyrir aldraða

Dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ er stuðningsúrræði fyrir íbúa sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið heima. Markmiðið með þjónustunni er;

  • að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda sjálfstæði eins lengi og kostur er
  • að efla áhuga
  • að létta lund
  • að efla sjálftraust og sjálfsbjargargetu
  • að draga úr vanlíðan og vanmáttarkennd
  • að stuðla að hreyfingu

Starfsfólk leitast við að veita öryggi og sinna þörfum hvers og eins.

Dagdvöl er ætluð einstaklingum sem búa heima og eiga lögheimili í Reykjanesbæ.

 

STARFSEMI:

Boðið er uppá fæði, tómstundaiðju, hreyfingu, hvíldaraðstöðu og aðstoð við persónulega umhirðu. Eftirlit með heilsufari og lífsmarkamælingar. Gestum dagdvala er boðið uppá akstur til og frá dagdvöl. Dagdvalirnar eru reknar á daggjöldum frá ríki og greiðsluþátttöku gesta.

Í Reykjanesbæ eru dagdvalirnar tvær:

Á Nesvöllum er almenn dagdvöl fyrir einstaklinga sem þurfa félagsskap og eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Dvalartími getur verið frá einum degi upp í fimm daga vikunnar en dagdvölin er opinn alla virka daga frá kl 8-16. Á Nesvöllum er pláss fyrir 18 einstaklinga

Sími í Dagdvöl Nesvöllum er 420-3445

Í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum er hárgreiðslustofa, snyrtistofa og einnig er þar stofa fótaaðgerðafræðings, gestir greiða sjálfir fyrir þá þjónustu vilji þeir nýta sér hana. Einnig er hægt að njóta þeirra viðburða sem í boði eru hjá félagsstarfi aldraðra. Sjúkraþjálfun er einnig til húsa í þjónustumiðstöðinni en skila þarf beiðni frá lækni til þess að komast að þar.

Í Selinu er dagdvöl fyrir einstaklinga með minnissjúkdóma sem þurfa félagsskap og eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Dagdvölin er opinn alla virka daga og er dvalartíminn þar frá þremur og uppí fimm daga. Í Selinu er hægt að fá fótsnyrtingu og hársnyrtingu sem gestir greiða fyrir sjálfir. Selið er opið alla virka daga frá kl 8-16. Í Selinu er pláss fyrir 15 einstaklinga

Sími í Selinu er 421-6272

BEIÐNI UM DAGDVÖL:

Beiðni um dagdvöl þarf að berast á sérstökum umsóknareyðublöðum sem finna má inn á vef Reykjanesbæjar undir Dagdvöl eða inni á Mitt Reykjanes

 

Gjaldskrá Reykjanesbæjar má nálgast hér