Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja

Björgin er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fullorðið fólk með geðheilsuvanda. Markmið Bjargarinnar er að hvetja til aukinnar sjálfseflingar, virkni, samfélagsþáttöku, rjúfa félagslega einangrun og aðstoða þannig einstaklinga til þess að öðlast betri lífsgæði. Notendur Bjargarinnar eru hvattir til þess að vinna í sínum markmiðum á forsendum eigin getu og styrkleika til þess að njóta sín sem best í samfélaginu. Öllum er velkomið að leita sér ráðgjafar hjá Björginni og hana má sækja að eigin frumkvæði eða með tilvísun. Áhersla er lögð á að innan veggja Bjargarinnar ríki virðing, tillitssemi og umburðarlyndi í öruggu rými þar sem allir geta notið sín.

Þjónusta Bjargarinna skiptist í tvær leiðir, athvarf og endurhæfingu.

Endurhæfing miðar að því að gefa einstaklingum tækifæri til að efla færni sína á ýmsum sviðum. Boðið er upp á námskeið, hópastarf, fræðslu og ráðgjöf þar sem lögð er áhersla á að auka þekkingu og vitund einstaklingsins á þáttum sem stuðla að bata hans. Unnið er að því að þjálfa þá grunnhæfni sem nauðsynleg er til þess að blómstra og vera virkur meðlimur samfélagsins. Einstaklingar sem stunda endurhæfingu í Björginni fá ráðgjafa sem heldur utan um þeirra endurhæfingu og veitir aðstoð við að sækja um endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ráðgjafi gerir einstaklingsbundin endurhæfingaráætlun sem er er bygg á þörfum hvers og eins. Í endurhæfingaráætlun kemur fram í hverju endurhæfing viðkomandi mun felast en þar á meðal eru hópatímar tvisvar í viku, regluleg viðtöl hjá ráðgjafa og einhvers konar virkni yfir daginn. Gerð er krafa um 80% mætingu í endurhæfingu.

Athvarfið er miðað að einstaklingum sem óska þess að geta sótt Björgina án þess að taka markvisst þátt í dagskrá. Notendum athvarfsins er heimilt að sækja Björgina á hverjum þeim tíma sem þeim hentar. Helsta markmið athvarfsins er að rjúfa félagslega einangrun með samveru og iðju. Samveran á sér bæði stað innan Bjargarinnar og annars staðar úti í samfélaginu. Skipulagðar ferðir, samverustundir og húsfundir eru haldnir reglulega, auk ýmissa mismunandi viðburða.

 Björgin er staðsett að Suðurgötu 12 og 15 Reykjanesbæ, sími 420 3270.

Opnunartímar Bjargarinnar:
Mánudaga til fimmtudaga: 8:30-15:30
Föstudaga: 8:30-13:00