Ferðaþjónusta fatlaðs fólks

Markmið ferðaþjónustu í Reykjanesbæ fyrir fatlað fólk er að gera þeim sem búa við fötlun kleift að stunda vinnu, nám eða sækja sér þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir í Reykjanesbæ. 
Ferðaþjónustan er fyrir þá íbúa í Reykjanesbæ 18 ára og eldri og nemendur í grunn- og framhaldsskóla á skólatíma. sem heyra undir lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.
Skilyrði fyrir ferðaþjónustu er að einstaklingur geti ekki nýtt sér almenningssamgöngur sökum fötlunar, ráði hvorki yfir né geti notað bifreið og hafi ekki annan aðgang að faratæki. 
Hámarks ferðafjöldi í mánuði eru 62. Ferðaþjónustan er almennt veitt innan tímaramma almenningssamgangna innanbæjar.

Umsókn skal berast til Velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Umsókn er tekin fyrir á teymisfundi og fær umsækjandi bréf um niðurstöðuna innan fjögurra vikna.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn Velferðarsvið s. 421 6700.