NPA er notendastýrð persónuleg aðstoð sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Fólk sem notar NPA stýrir sjálft fyrirkomulagi þjónustunnar og ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana.
Fólk sem hefur áhuga á að sækja um NPA er hvatt til þess að hafa samband við þjónustuver og panta viðtal hjá ráðgjafa í fjölskyldumálum velferðarsviðs til að fá nánari upplýsingar
Á NPA-vef félagsmálaráðuneytisins má finna mikið af gagnlegum upplýsingum, þar á meðal ítarlega handbók um NPA. Fólk sem hyggst nýta sér NPA getur auk þess leitað til NPA-miðstöðvarinnar sem veitir jafningjafræðslu og ráðgjöf.
Skilyrði sem þarf að uppfylla fyrir umsókn um NPA
Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar um NPA þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til þess að umsókn verði samþykkt:
- Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri. Forsjáraðili fatlaðs barns getur sótt um þjónustu í formi notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir barn sitt, uppfylli það einnig þau atriði sem fara hér á eftir.
- Fötlun í skilningi laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018
- Stuðningsþörf metin umfram 15 klst. á viku
- Búa í sjálfstæðri búsetu, búseta í foreldrahúsum fellur undir sjálfstæða búsetu. Til þess að þjónusta í formi notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar geti hafist skal umsækjandi vera með lögheimili í Reykjanesbæ. Notandi skal vera með lögheimili í Reykjanesbæ á meðan þjónusta er veitt í formi notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar
Umsóknarferlið
- Nálgast þarf umsóknareyðublað um NPA á Mitt Reykjanes.
- Unnt er að ganga frá umsókn í viðtali hjá ráðgjafa velferðarsviðs
- Í framhaldi umsóknar fer af stað matsferli sem unnið er í samráði við umsækjanda.