Sundlaugar

Sundmiðstöðin er staðsett við Sunnubraut 31, 230 Reykjanesbæ, Sími 420 1500

Opnunartími: 6:30 til 20:00 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum er opið frá 6:30 til 19:00. Opið er um helgar frá 9:00 til 17:00. 

Í Sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug og 4 setlaugar og eimbað. Að auki er ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins.

Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla  fjölskylduna.  Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, vatnið er upphitað og þægilegt.

Sundlaug Njarðvíkur  er staðsett við Norðurstíg 2, 260 Reykjanesbæ, Sími: 421 2744 og 421 4567

Opnunartími: 6:30 til 21:30 virka daga, 13 til 17:00 laugardaga og 8 til 12:00 sunnudaga. 

Þar er 16 metra innilaug, heitir pottar og sauna.