Sundlaugar

Sundmiðstöðin er staðsett við Sunnubraut 31, 230 Reykjanesbæ, Sími 420 1500

Opnunartími (1. júní - 31. ágúst): 6:30 til 22:00 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum er opið frá 6:30 til 20:00. Opið er um helgar frá 9:00 til 18:00. 

Sundlaugagestir hafa 15 mínútur eftir lokun til að yfirgefa sundmiðstöðina.

Í Sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug og 4 setlaugar og eimbað. Að auki er ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins.

Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla  fjölskylduna.  Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, vatnið er upphitað og þægilegt.

Sundlaug Njarðvíkur  er staðsett við Norðurstíg 2, 260 Reykjanesbæ, Sími: 421 2744 og 421 4567

Opnunartími (1. júní - 31. ágúst): 10:00 til 20:00 mánudaga til föstudaga. SUNDLAUG ER LOKUÐ FRÁ 6. JÚNÍ TIL 21. ÁGÚST, en hægt er  að komast í heita potta, sauna og æfingastöðina Massa.

Þar er 16 metra innilaug, heitir pottar og sauna. Æfingastöðin Massi hefur aðstöðu í húsinu og er opnunartími hennar sá sami og sundlaugar, heitu potta og sauna.

Gjaldtaka hefst 1. júní árið sem barn nær 10 ára aldri. Börn yngri en 10 ára skulu vera í fylgd með syntum einstaklingi 15 ára eða eldri. Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers einstaklings, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamenn barna.