Frístundastyrkur

Frístundastyrkur Reykjanesbæjar

Frístundastyrkur er árlegur styrkur sem Reykjanesbær veitir foreldrum og forsjáraðilum barna til að styðja við þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfi.

Styrkurinn er ekki greiddur út í reiðufé, heldur dregst hann frá æfinga- eða námskeiðsgjöldum þegar barn er skráð í viðurkennt starf í gegnum rafrænt skráningarkerfi.

Hverjir eiga rétt á frístundastyrk?

  • Börn á aldrinum 4–18 ára með lögheimili í Reykjanesbæ
  • Íbúar 67 ára og eldri (styrkurinn gildir frá því almanaksári sem viðkomandi verður 67 ára)

Hver er upphæð frístundastyrks?

  • Börn 4–18 ára: kr. 50.000 á ári
  • 67 ára og eldri: kr. 45.000 á ári

Í hvað má nota frístundastyrk?

Frístundastyrk má nota til niðurgreiðslu á:

  • Íþróttastarfi
  • Tómstundastarfi
  • List- og menningarstarfi

Skilyrði er að starfið sé skipulagt og í boði viðurkennds aðila.

Í hvað má ekki nota frístundastyrk?

  • Frístundaheimili grunnskóla
  • Starfsemi sem telst ekki viðurkennd samkvæmt reglum sveitarfélagsins

Hvernig er frístundastyrkur notaður?

  • Skráning fer fram í rafrænu skráningar- og greiðslukerfi (t.d. Nóri, Sportabler o.fl.).
  • Við skráningu er valið að nota frístundastyrk.
  • Styrkurinn dregst frá gjöldum og greiddar eru eftirstöðvar ef við á.

Mikilvægt að hafa í huga

  • Frístundastyrk sem búið er að ráðstafa í gjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra.
  • Hafi frístundastyrkur ekki verið nýttur að hluta eða að fullu falla eftirstöðvar niður um áramót.

Fyrirspurnir

  • Get ég notað frístundastyrk hjá fleiri en einu félagi?

    Já, hægt er að skipta frístundastyrknum á milli fleiri en eins aðila, svo lengi sem heildarupphæð styrksins er ekki umfram árlegt hámark.

  • Er hægt að endurgreiða frístundastyrk?

    Nei. Frístundastyrk sem þegar hefur verið ráðstafað í æfinga- eða námskeiðsgjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra.

  • Hvað gerist ef frístundastyrkurinn er ekki notaður?

    Hafi frístundastyrkur ekki verið nýttur að hluta eða að fullu fellur hann niður um áramót og færist ekki yfir á næsta ár.

  • Hvert get ég leitað með spurningar?

    Allar fyrirspurnir sem varða frístundastyrk skal senda á netfangið: hvatagreidslur@reykjanesbaer.is

  • Get ég fengið sýnidæmi?

    Sýnidæmi:

    Hvernig frístundastyrkur er nýttur

    1. Forráðamaður skráir sig inn í rafrænt skráningarkerfi þess félags sem barnið ætlar að stunda hjá (t.d. íþróttafélag eða listaskóla).

    2. Valinn er iðkandi og smellt á námskeið eða flokka í boði.

    3. Valið er viðeigandi námskeið og smellt á skráning.

    4. Á skráningarsíðunni hakar forráðamaður í reitinn „nota frístundastyrk“.

    5. Þá birtist hvaða upphæð er til ráðstöfunar.

    6. Upphæðin dregst sjálfkrafa frá gjaldinu.

    7. Hægt er að velja að nota hluta styrksins.

    8. Að lokum er skráningu lokið og eftirstöðvar greiddar, ef einhverjar eru.