- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Frístundastyrkur er árlegur styrkur sem Reykjanesbær veitir foreldrum og forsjáraðilum barna til að styðja við þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfi.
Styrkurinn er ekki greiddur út í reiðufé, heldur dregst hann frá æfinga- eða námskeiðsgjöldum þegar barn er skráð í viðurkennt starf í gegnum rafrænt skráningarkerfi.
Frístundastyrk má nota til niðurgreiðslu á:
Skilyrði er að starfið sé skipulagt og í boði viðurkennds aðila.
Já, hægt er að skipta frístundastyrknum á milli fleiri en eins aðila, svo lengi sem heildarupphæð styrksins er ekki umfram árlegt hámark.
Nei. Frístundastyrk sem þegar hefur verið ráðstafað í æfinga- eða námskeiðsgjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra.
Hafi frístundastyrkur ekki verið nýttur að hluta eða að fullu fellur hann niður um áramót og færist ekki yfir á næsta ár.
Allar fyrirspurnir sem varða frístundastyrk skal senda á netfangið: hvatagreidslur@reykjanesbaer.is
Sýnidæmi:
Hvernig frístundastyrkur er nýttur
1. Forráðamaður skráir sig inn í rafrænt skráningarkerfi þess félags sem barnið ætlar að stunda hjá (t.d. íþróttafélag eða listaskóla).
2. Valinn er iðkandi og smellt á námskeið eða flokka í boði.
3. Valið er viðeigandi námskeið og smellt á skráning.
4. Á skráningarsíðunni hakar forráðamaður í reitinn „nota frístundastyrk“.
5. Þá birtist hvaða upphæð er til ráðstöfunar.
6. Upphæðin dregst sjálfkrafa frá gjaldinu.
7. Hægt er að velja að nota hluta styrksins.
8. Að lokum er skráningu lokið og eftirstöðvar greiddar, ef einhverjar eru.