Listagarður barna

Meðfram fjörugarðinum neðan við strandlengjuna í Innri-Njarðvík.

Á haustdögum 2009 barst stjórnendum leikskólans Holts skemmtileg hugmynd frá móður leikskólabarns.

Fjallaði hugmyndin um að safna gömlum barnastígvélum og leyfa börnunum að skreyta þau bæði í máli og myndum með fjöruna sem viðfangsefni. Stígvélunum var fundinn staður meðfram strandlengju Reykjanesbæjar þar sem þau eru orðin hluti að fjölbreyttri lista- og menningarflóru í bæjarfélaginu.

 

Ábyrgðaraðili: Umhverfissvið Reykjanesbæjar