Mikið verður um dýrðir á 20 ára afmæli fjölskyldu- og menningarhátíðarinnar Ljósanótt. Hátíðin í ár hefst á þriðjudegi með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Stapa í Hljómahöll og stendur til sunnudags með fjölbreyttum viðburðum og dagskrá. Hápunkti nær hátíðin á laugardagskvöldi með stórtónleikum á útisviði og magnaðri flugeldasýningu. Nánar á ljosanott.is