Viðburðir og hátíðir

Í Reykjanesbæ er öflugt mannlíf og fjöldinn allur af uppákomum, viðburðum og hátíðum árið um kring. 

Í viðburðadagatal er hægt að skrá inn alls kyns viðburði og þar má því nálgast upplýsingar um ýmsa viðburði hvort sem er á vegum  Reykjanesbæjar eða menningar- íþrótta- og tómstundafélaga. 

Reykjanesbær stendur fyrir ýmsum  árlegum viðburðum og hátíðarhöldum og má þar nefna þrettándagleði, listahátíð  barna, Safnahelgi á Suðurnesjum, list án landamæra, sjómannadagsdagskrá, 17. júní hátíðarhöld, Ljósanótt og  dagskrá tengda jólum m.a. tendrun ljósanna á vinabæjarjólatrénu. Sjá nánar undir Mannlíf: Menning: Viðburðir og hátíðir.