Hrikalegt Hrekkjavöku perl verður í Bókasafni Reykjanesbæjar þann 30. október.  Þá er öllum krökkkum boðið að mæta í bókasafnið og perla með okkur Hrekkjavöku myndir. Allt efni og áhöld á staðnum og í boði verður að láta strauja perlið þegar það er tilbúið.  Viðburðurinn er öllum að kostnaðarlausu. 

Að auki langar okkur til þess að bjóða öllum krökkum að mæta í Hrekkjavökubúning. 

Hlökkum til að sjá ykkur í Hrikalegu Hrekkjavöku perli.