Akstur á matarbökkun og dagdvöl

Útboð á akstri á matarbökkum og akstur í og úr dagdvöl

Reykjanesbær - Velferðarsvið óskar eftir tilboðum í akstur á matarbökkum til íbúa Reykjanesbæjar og akstur til og frá dagdvöl.

Verkefnið er skipt í tvo hluta:

  • Akstur á matarbökkum frá þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum í Reykjanesbæ heim til þjónustuþega í Reykjanesbæ. Akstur hefst kl. 11:00 alla daga ársins. Hverfin innan Reykjanesbæjar eru: Keflavík, Ytri-Njarðvík, Innri-Njarðvík, Ásbrú og Hafnir. Afhenda þarf matarbakkana til þjónustuþega.

  • Akstur fólks frá heimilum þess í dagdvalir Reykjanesbæjar. Dagdvalirnar eru staðsettar að Nesvöllum Njarðarvöllum 4 og í Selinu við Vallarbraut 4, 260 Reykjanesbæ, og heim til þess aftur að dagvöl lokinni. Mikilvægt er að aðstoða fólk inn og út úr bíl, sem og að og frá heimili þess. Hluti þjónustuþega er í hjólastól, fjöldi þeirra er breytilegur. Dagdvalirnar eru opnar milli kl.8:00 – 16:00 alla virka daga.

Útboðsgögn eru tilbúin og fást með því að senda fyrirspurn á Innkaupastjóra og tilgreina nafn, kennitölu þess sem hyggst bjóða í ásamt tölvupóstfangi og símanúmeri tengiliðs við útboðið. Útboðið er opið frá 10.mars til 30.mars. Opnun tilboða verður 30.mars kl 13:00