Aukin þjónusta í innanbæjarstrætó

Frá og með 1. janúar 2026 verða gerðar nokkrar jákvæðar breytingar á vetraráætlun innanbæjarstrætó í Reykjanesbæ. Markmiðið er að bæta þjónustuna og bregðast við breyttu fyrirkomulagi hjá landsbyggðarstrætó, Sjá frétt.

Helstu breytingar:

  • Ný morgunferð kl. 06:00 bætist við
  • Engin hlé – akstur verður samfelldur yfir daginn
  • Sunnudagsakstur hefst, með sama fyrirkomulagi og á laugardögum

Aksturstími almenningsvagna verður eftirfarandi:

Breytingar á akstursferðum strætó yfir jólahátíðina

Strætóferðir innan Reykjanesbæjar falla niður eða skerðast eftirtalda daga yfir jólahátíðina:

  • Aðfangadagur, 24. desember - akstur frá kl. 7:00-12:00.
  • Jóladagur, 25. desember - enginn akstur.
  • Annar í jólum, 26. desember - enginn akstur
  • Gamlársdag, 31. desember - akstur frá kl. 7:00-12:00.
  • Nýársdagur - enginn akstur

Öll uppfærð leiðakerfi og tímatöflur verða aðgengileg á www.straeto.is.

Reykjanesbær hvetur íbúa til að kynna sér uppfærðar tímatöflur og nýta sér bætta þjónustu.Við vonumst til að þessi aukna þjónusta bæti upplifun og þægindi allra sem ferðast með almenningssamgöngum!