Breyting á Aðalskipulagi 2020-2035

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkti á fundi þann 13. júlí breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 Iðnaðarsvæði á Reykjanesi I5.

Markmið breytingar er að aðlaga iðnaðarsvæði I5 betur að landþörfum landeldis í grennd við Reykjanesvirkjun. Að skilgreina byggingarheimild sem rúmar landeldið og aðra atvinnustarfsemi innan Auðlindagarðsins á iðnaðarsvæði I5. Breytingin styður við markmið Auðlindagarðs um nýtingu afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun sem renna að hluta ónýttir til sjávar.

Reykjanesbær 29. ágúst 2023

Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035